- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
51

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Farið henni hafði
Heimvon sinna að lengja.

Var þó vör, hvað tafði
Vegleið ferða-drengja.

Stofu-rúmið, umbúið, var autt,

Enginn hafði lagt sig þar til hvílu —

Sól var uppi, austrið skýja-rautt,

Á og hvammur hulinn mistur-skýlu.
Fjöllin tróðu, í miðja morgun-hlíð,
Mar-vað lygnu-grárra þoku-vatna.

Bjarg stóð fram við fjarandi og víð
Flæðiborð, sem gryntu og vóru að sjatna.

Grámuð gljúfra-böndum
Glóberg, austrið fólu.

Vest’r í ljósa-löndum
Langt, og öndvert sólu,

Hæð og hlíðar-tofti
Hnigu og stigu bæði —

Sem í lausu lofti
Liðu liálfgerð kvæði.

Nið’r á eyri heyrðist manna-mál,
Malar-glam’r og reiðar-skvamp á vaði,
Fast við vegginn. Undir þoku-ál,

Eins og færi dular-lest í hlaði —

Líkt og Hildur, Hyndlufjalli á,

Hljóð á beð’ og vafurloga slungin,

Björg sat uppi, ein við morgun-brá,
Æfi-löngum sigur-harmi þrungin.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0055.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free