- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
52

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ilt, um ísland leggja
Út frá Höfuðsmanni
Ugði hún, alt til veggja
Inn, á|SÍnum ranni.

Nú live nær hann tefði
Nauðug varð að eygja,

Sem á hnjánum hefði
Hræ, en mætti ei fleygja.

Mótspornandi véla-valdi hans,

Var það enn, sem mann sinn hníga sæi,
Heldur en að sjálfs-eign sæs og lands
Sinna feðra, úr konungs-leigu þægi,
Bænda-þrælkun, þegar fyrst bar við
Þjóð-ok danskt á fólk á Suðurlandi —
Átti í veði húð og héraðs-frið,

Hver sem ekki laut að sínu bandi.

Úr ef einhver taldi,

Undan ráni slaka,

Réttlát vörn gegn valdi
Varð til stærri saka —

Ennþá sá hún sama
Svip af fyrirmanni
Sneyddan fjöri og frama,
Feldan konungs-banni.

Þegar alt varð upptækt, líf og féð
Ofdirfingsins, hafð’ ’ún skirzt að falla —
Eins og Helga, húna sína með
Hólmann flúð, og lagt á sund til fjalla.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0056.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free