- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
131

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ófædd börn, til aldurloka jarðar,

Erfiðandi að gjalda vöxtu af lánum.

Sá er orðinn fyrsti fyrirboði
Fyrir stríði: skortur á öllu nógu.

Fæstir skildu þó hvað var í vændum.

Vígbúnaður hófst, og þá var lokað
Friðar-iðjum þeim sem manni miðla
Málsverð’ dagsins. Forlög mín það urðu.
Húsbændurnir hættu öllum starfa,
Helmings-kaup samt buðu þeim sem gengi
Út í stríðið frá sér, fær að verja
Föðurlandið. Ríkið geldur mála.

Mér varð það svo eina leið að ala

Önn fyrir mömmu og sjálfum mér. En liún er

Hermanns ekkja, heim úr fyrra stríði

Hann kom sár og tórði lengi í ómegð.

Þegar eg komst upp á drengja-aldur
Eftirlaunin vóru af honum klipin.

Þjóðin var um þunga skatta að mögla,

Þarna sagðist stjórnin geta sparað.

Fær eg væri orðinn um að vinna
Okkur fyrir. Loforð sitt hún aftur
Tók við pabba, eins og ótal fleiri.

En ámeðan barist get og lifað,

Borgar ríkið málann minn til hennar
Mömmu. Því í byrjun verða að spyrjast
Góðar efndir, meðan það er þörf á
Þúsundum, sem fyrir slíku gangast.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0135.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free