- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
288

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En gestmildur víst muntu vera
Og velkomustaður þeim farmóðu enn,

Og rausn yfir þjóðarbraut þvera,

Mun þekja og nesta þar lang-ferðamenn,*

Svo óglögt þú oft liefir talið,

Hvort aflagsfé þínu þú kæmir í verð,

Og hjá þér var hjartað það alið,

Sem hafði aldrei skilning á reikninga-gerð.**

III.

Þó sízt skyldi rifja upp og ræða

Um raunir, þú beztgengnis sveit mín við þig!

Né sæmi þér kveinstafir kvæða —

Mér klökknar í hug, hvað þú varst fyrir mig.

Og lá ei, að bernskustöð borinn
Þó beygðari gangi, þar keikur eg lék,

Og felli í fölskvuðu sporin
Nú fáeina ljóðstafi, er slóð þessa rek.

í litklæðum, ljósgeislum skotið,

Mig lokkar enn fjall upp í brekku til sín.

Á sama stað kirkjan og kotið

Sem kunningjar dauðtryggir þrautbíða mín —

En hvar eru börnin á bænum?

Varð bernskan að fránuma umskifting þar?

* Sbr. sögnina um landnámsmanninn, sem reisti
skála yfir þjóðbraut, þar sem vistir lágu á borðum, öllum
frjálsar, sem á ferð vóru.

** Svo kvaó Grímur Thomsen eftir Skagfiróing,
Brynj. Pétursson:

“Hverja ré’öi hann rún sem vildi,

En reikning hjartað aldrei skiidi.”

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0292.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free