- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
302

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Iiæði efni og orðin mín, þau yrðu smærri
Móður-hjartans hljómum skærri —

Hika þeim að syngja nærri.

Svo er mér stundum tungu-tregt, hef’ til þess
Þögula en hlýja höndin fundið

Hjálpar bezt um skuggalöndin.

Eg hef’ setið þrátt og þrátt við þagnar-kvæðin,
Og sjálfur aleinn eftir staðiö,

Eins og þú, við hinzta vaðið.

4. 10. ’17.

Að leikslokum.

Ef að vængir þínir taka að þyngjast,
Þreyttir af að fljúga í burtu-átt,

Hverf þú heim! og þú munt aftur yngjast
Orku, er lyftir hverri fjöður hátt.

Jafnvel þó við skilnað kannske skeður,
Skyndi-depurð grípi róminn þinn,

Sem á hausti, er heiðló dalinn kveður,
Hugsun um: að það sé efsta sinn.

Hlægir þig: að hér var steinum þungum
Hnykt úr leið, ef aðstoð þína brast,

Vissa ljós, að leika á yngri tungum
Ljóðin, sem þú aldrei kveðið gazt.

Þrár og óskir þroskast, vaxa, fyllast,

Þína hönd sem aldrei fær þú léð —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0306.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free