- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
304

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Að Eiðum.

I.

Eg gekk mig heim til Eiða, á glaða-sólskins degi—
Og gest-hlý sveit var Fljótshérað, og bræðralag á

vegi.

Og við mér brostu Stigahlíð, og svipir úr sögum.

En, Dyra-fjöll og Hlíöar, það eru nú samt eigi,

Né Atlavík og Lagarfljót, sem man eg bezt og

þreyi,

Né æva-gamlar framkomur frá Freysgoða dögum.

Mér vekst upp oftar, koman í kolagrafa-móinn,
Þar kirkjan hafði, löngu síðan, brent út allan

skóginn,

En eftir stóðu hlóða-mörk af hel-fórnar bálum.

Þó dælla við mig gerðu sér, óttinn minn og óinn,
Um önnur lönd því farið hef’ eg, dapurlegar gróin
Með kolagerðar-eyðunum af upprættum sálum!

Og sóuð eru kolin. Um kumblin veðurlama
Sig krokustrá við grafarbotn, í lauftíð vorsins,

hama,

Og reitur sá er eymslu-hrúður uppbrendra tauga.

Við liðna tíð að þrátta er þeim til lítils frama:
í þörf, á árum feðra sinna, er hefði gert ið sama—
Svo geng eg þar um hljóðlega, með hönd fyrir

auga.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0308.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free