Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
II.
Eg reri fram í eyju, um vog sem er ei væður,
Því víð-botnhylur lagarins er engri skepnu
stæður —
Og þangað höfðu kjarrbörnin frá kolbítnum flúið.
í afdrepið það kúrðu sig lyngsins þéttu læður
Og leyndust, unz að framhjá gengi axarmunninn
skæður.
Þar höfðu þær um aldirnar sem útlagar búið.
En svo kom það á daginn, að æskan, eitthvert
vorið
Kom auga á hvar þær földu sig, og hvatti þangað
sporið,
Hún leysti þær úr skóg-gangi, sem skipbrots-lið
fundið.
Og síðan jók sá víðir á vöxtinn sinn, og þorið,
Að viðarexi og sauðartönn í gröf sig fái ei borið!
Frá deginum sem æskan kom þar yfir um sundið.
III.
Þó gróðursetta lunda eg litið hafi mærri,
Og leikvellina umfangsmeiri, eg veit samt engan
kærri
Né unaðssælli hólma til, í heiminum breiðum.
Ef æskan gerir einn dag, sér öðrum degi hærri,
í orlof sitt liún þangað fer til skógar vænni og
stærri,
Að nýgræðings viljafjöri og vaxandi meiðum.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>