- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
59

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

59

sama hætti og áður var frá skvrt, en fyrir sængurklæði verða menn þó
að greiða nokkra þóknun. Hefar fjelagið einkum útbúið vagnana svo
vegna innflytjenda, enda ern þessir vagnar þar og nefndir landnemavagnar
(Colonist Cars). Af þessum sökum mun ekki jafnþægilegt fyrir
innflytj-endur að ferðast með neinni braut sem með kanadisku
Kyrrahafsbraut-.inni, enda gerir stjórn hennar sjer að öðru leyti far um, að leiðbeina
þeim í öllu og forða þeim við prettum óhlutvandra manna. I öllum
vögnum er mjög hátt til rjáfnrs og þeir stærri og breiðari en almennt
gerist í Norðurálfunni. Eigi er þeim heldur skipt i marga smáklefa, sem
hjer, heldur eru tvær bekkjaraðir þvers um til beggja hatida, en
gang-rúm i miðju eptir endilöngum vagninum. Ganga má og úr einum vagni
í annan alla lestina á enda. Getur með þessu móti myndazt miklu
fjör-ugri sambúð og viðræður milli farþega, þvi uienn geta gengið hver til
annars, setið og skrafað eða spilað o. s. frv. í öllum vögnum er salerni
og þvottakleíi með öllum þvottaáhöldum, og gnægð af góöu
drykkjar-vatni, sem á sumrum er ískælt. I hverri vagnlest eru og borðvagnar,
þar sem menn geta keypt sjer máltiðir, og kostar hver máltið 75 c., og
er maturinn bæði góður og mikill. En engirin er þó til neyddur aö
baka sjer þann kostnaö, því á mörgum viðkomustöðum má kaupa sjer
hressingu, sem höfð er á reiðum höndum, fyrir mjög lítið verð, og eins
má hafa mat með sjer i vagninum, og sá jeg að sumir geröu það
jafn-vel í dýrustu vögnunum (svefnvögnunum).

Það var töluverð tilhlokkun i mjer, þegar jeg leið vestur á bóginn
með Kyrrahafsbrautinni, því mig hafði lengi langaö til að sjá byggðir
Vesturíslendinga meö eigin augum. Einkum var þó Manítoba, heizt
Ar-gylenýlendan, fyrirheitna landið í huga mjer, því þar átti jeg svo margt
skyldfólk: móður og stjúpa, sem jeg hafði ekki sjeð í 22 ár, einn
hálf-bróður, giptan, og þrjár hálfsystur; vóru tvær þeirra giptar og höfðu
fjölgað frændliði minu, en hin yngsta þeirra, 17 ára gömul, ógipt. Hana
hafði jeg aldrei sjeð, þvi hún er fædd í Ameríku, og var mjer þvi ekki
minnst forvitni á að sjá hana.

Pann 22. júli, kl. 3síðdegis kom jeg til Winnipeg. Var þar fyrir
á brautarstöðinni, til þess að taka á móti mjer, Guðmundur bróðir minn
með konu sinni, sem komið höfðu þangað i þeim erindum, af því jeg
hafði sent hraðskeyti um það á undan mjer, hvenær min mundi von.
Par vóru og ritstjórar íslenzku blaðanna, Sigtryggur Jónasson, þingmaður
Manitobinga, og Eggert Jóhannsson. Enn fremur frændstúlka konu minnar
og æskuvina mín, fröken Oddbjörg Björnsdóttir (prests á Höskuldsstöðum
á Skagaströnd) og enn fleiri landar. Par var og fregnriti frá eínu helzta
blaðinu í Manitoba, »Tribune«, til þess að grípa mig glóðvolgan, og gat
jeg ekki sloppið hjá aö þylja honum langt mál um rannsóknir minar i
Cambridge. Kom það allt saman i blaðinu næsta dag og þótti mjer
undrum sæta, hve vel maðurinn hafði munað allt, sem jeg sagði honum,
pó hann skrifaöi ekki einn staf hjá sjer. En slikir piltar bafa æfingu og
eru vanir þvi, að leggja töluvert á minnið. — Um 20 mínútum eptir að
jeg kom til Winnipeg, kom Þorsteinn Erlingsson þangað frá Chicago, og
hittumst við skömmu síðar á snæðingsskála, sem talinn er hinn bezti
þar í bæ (að undanskildu aðalveitingahúsinu), en sem þykja mundi í
lakara meðallagi hjer í Khöfn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0069.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free