- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
68

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

68

íslendingum góð sveit, er þó ekki til neins fyrir fleiri aö hugsa til
að-flytja þangað, þvi þar eru nú öll lönd numin, sem nokkur slægur er i.

Þann i. ágúst kvaddi jeg Argylesveit og fór með eimlest frá bænum
Cypress River til Winnipeg. Var jeg það kveld boðinn í kveldskemmtun,
er söfnuöur sira Hafsteins Pjeturssonar hjelt í kirkju þeirri
(»Tjaldbúð-inni«), sem hann hefur komið sjer upp og er mjög snoturt hús. Fóru
þar fram ræðuhöld, söngur og hljóðfærasláttur. Ræöur hjeldu: síra
Hafsteinn, Stefán Pórðarson (úr Arnessýslu) og jeg, en söngnum og
hljóð-færaslættinum stýrðu synir þeirra bræðra Jónasar og Helga Helgasonar
i Rvík.

Næsta dag notaði jeg til að heimsækja ýmsa landa, og þá
heim-sótti mig skáldið jón Olafsson, sem komið haföi snöggva ferð frá
Chicago, og þótti mjer gaman að tala við hann. Pann 3. ág. var
»Islendinga-dagur«, árshátíð Vesturíslendinga, er haldin var í sama garði og sýningin
hafði i verið. Var þar saman kominn múgur og margmenni, bæði úr
bænum og annars staðar að. Þar vóru fluttar 3 íslenzkar ræöur (Jón
Olafsson, Wilhelm Paulson og jeg) og ein ensk aukreitis. Pá ræðu hjelt
Magnús Brynjólfsson, málaflutningsmaður frá Dakota, og var hún að vísu1
vel flutt og af mikilli mælsku, en ekki var efni hennar að minu skapi,
því hún fór öll í þá stefnu, aö sýna fram á, aö Vesturíslendingar ættu
sem fyrst að hafa hamskipti, kasta islenzka belgnum og verða alamerískir.
Haföi óneitanlega margt af því, sem hann sagði, við allgóð rök aö
styðj-ast, en þó dauðlangaði mig til þess að tala á móti, og mundi. hafa gert
það, ef jeg hefði ekki verið gestur. Par var og hljóðfærasláttur, kvæði
flutt og margar aðrar skemmtanir, einkum iþróttaleikir (svipað og i
Ar-gyle), en ekki var jeg við þá staddur, þvi jeg var ekki vel friskur
þann dag. Hafði ekki þolað hitann daginn áður.

Næsta dag heimsótti jeg ýmsa landa; var i dagverðarboði hjá
skóla-bróður minum Olafi lækni Stephensen, sem er nýgiptnr íslenzkri konu,,
og sat aö náttverði hjá sira Magnúsi Skaptason, sem er mjög fjörugur
og skemmtilegur maður. Daginn eptir (5. ág.) kvaddi jeg móður mína
og stjúpa, sem fylgt höfðu mjer til Winnipeg, en nú hjeldn heimleiðis,
og gáfu þau mjer dýrindis gullúr að skilnaði til minja um fund okkar,
og var grafið nafn mitt, ár og staður á úriö. Datt mjer þá i hug, að
ekki hefðu þau haft ráð á aö gefa slika gjöf, þegar þau bjuggu búi sínu
í Heiðarseli heima á íslandi.

Sama dag hjelt jeg af stað suður til Bandarikja, til þess að skoða
byggð íslendinga í Dakota og heimsækja ýmsa landa þar. Hafði jeg
góða samfylgd, J>vi s’ira Jón Bjarnason átti erindi þangað suður, til þess
að vigja nýja kirkju, og kapteinn Sigtryggur Jónasson slóst og með í
förina. Fórum við með eimlest suður til Grafton, en þar var fyrir vagn
frá Móritz lækni Halldórssyni (Friörikssonar), til þess að sækja okkur,
þvi við höfðum áður skipzt á hraöskeytum og vissi hann því hvenær
okkar mundi von. Okum við siðan til Park River, sem er bær með
1000 ibúum, og gistum þar næstu nótt hjá læknishjónunum. Var þar
slegið upp stórveizlu og setiö fram á nótt, enda höföum viö á margt
að minnast, læknishjónin og jeg, þvi við vórum vel kunnug frá Khöfn.
Par hitti jeg og skólabróður minn Lárus Árnason (úr Vestmannaeyjum),
sem hefur atvinnu í lyfjabúö þar i bænum, og enn fremur sira Steingrím

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0078.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free