- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
101

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

101

liggja lengi vakandi: »fáum við heldur ekkert í soðið i dag,
pabbi ?«

Drengurinn talaði í hálfum hljóðum, rjett svo að faðirinn gåt
greint orðaskil.

»O — það verða einhver ráð með það, held jeg. — En umfram
allt hafðu ekki hátt, svo mamma geti sofið.« Hann dró með
hægð lokuna frá hurðinni og læddist fram fyrír.

Þar stóð hann um stund og horfði út; loptið var dimmt og
hrá-slagalegt, lafði alveg niður á kofaþakið; það gryllti ekki i naustið niðrí
fjörunni, sá naumlega ofan i varinhelluna, en það heyrðist jafn og
þrotlaus dynur í brimólgunni, og drynjandi niður neðan úr
firð-inum, þar sem brimsorfnir grjóthnullungarnir rugguðu á
marar-botni, aptur og fram i straumfallinu. Stöku sinnum öskraði
berg-uglan ámáttlega yfir í háfjallinu.

Hann var að skyggnast eptir, hvort hann sæi ekki glampa út
á fiskigrunninu — bara svo litla glætu, því þá var fiskurinn
kominn.

En þar útfrá var allt jafn biksvart og sídimmt og áður. — rað
var ekkert annað úrræði en fara með grísinn til kaupmannsins.

Tobías lagði úr vörinni í apturelding með Matta bundinn við
þóptuna og í skutnum stóreflis kippu af svínablöðrum, sem höfðu
hangið á snaga í arinkróknum frá því hann kom úr seinustu
slátur-ferðinni, — það var þó vísast, að hann fengi nokkra skildinga fyrir
þær. — Börnin fylgdu ofan á hamarinn og störðu eptir Matta,
meðan þau gátu eygt hann.

Það gat nú varla heitið sjófært um daginn, í húðarkafaldinu
og sviptibyljunum; en það var þó enn krappara heima í kotinu,
þar sem sulturinn var tekinn til að ýlfra í máttarröptunum.

—- — »En ekki eina síld—ekki svo mikið sem hálft
austur-trogið af mjeli,« vildi kaupmaðurinn låta hann fá, úr því
hrepp-stjórinn var búinn að taka hann með húð og hári, »hann vildi
heldur ekki .gefa eina spönn af munntóbakí fyrir grlslings
skömm-ina.«

Þetta var vissan, sem Tobías fjekk við bdðarborðið, og nú
sat hann í bátnutn sínúm, sem hoppaði í bárugjálfriuu við hliðina
á vöruhúsinu; hann sat og hugsaði dapur í huga um erindislokin
hjá kaupmanninum. Öðru hverju leit hann þeim augum til
griss-ins, sem spáðu honum einhverju öðru en hárri elli; en grísinn
var eins áfjáður og iðinn að urga mjelrykiS úr pokatetrinu i skutn-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0121.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free