- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
192

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192-

um. Þegar guðspjallið er lesið á stólnum, tíöka sumir það að kyssast
eða takast i hendur.

Nú vil jeg geta nokkuð um hinar ýmsu tíðir ársins. Nóttina fyrir
Nýjársdag eru ljós látin brenna bæði í kirkjunni og staðarhúsunum. Jeg
hef enn J>á eigi getað komizt aö niðarstöðu um, hvað það eigi að þýða.
Þeir, sem skynsamir pykjast vera, segja, að pað sje gert vegna þess,
aö stórhátið sje, en aðrir bera það fyrir, að andar peir, er í jörðu búa,
sjeu á ferli þá nétt, og megi þeim eigi neitt á móti gera. Jeg get eigi
gert mjer ljóst, hvert samband geti verið á milli álfafólksins og ljósanna.
Húsbændurnir eiga á fyrri timum — jeg veit ekki hvort þaö viðgengst
ennþá — að hafa gengið fyrir bæjardyr og mælzt til þess við álfana, að
peir hjeldu sjer í friði og ró á sinmn fornu stöövum án þess að ónáða
þá. Af þessu má ráöa hversu hjátrúarfull alþýða sje.

Priðjudagurinn í Föstuinngangi er hjer á landi mesti átdagur, og
jeta menn svo mikið af keti bæöi um morguninn, miöjan daginn og
kvöld-ið, að þeim liggur við að springa, og er það því nefnt Sprengikvöld..
Þetta segja menn að sje gert til storkunar við katólskar þjóðir, er
ein-mitt um það leyti hætti að jeta ket. Þess væri óskandi, að Guð ekki
reiddist þeim fyrir slíkt óhóf.

Sumardagurinn fyrsti, er ber upp á fyrsta fimmtudag milli 18. og
24. april, er hafður í miklum hávegum. A sumum stöðum er haldin
guðsþjónusta og Guði þakkað fyrir, að hann hjelt hlífiskildi yfir
mönn-um um veturinn. Hver sá, sem á nokkurn hlut til i eigu sinni, sýnir
af sjer rausn pann dag og lætur af hendi rakna eina sokka, lin í
skauta-fald, traf eða eitthvað þess háttar. Fyrsta vetrardag ber upp á föstudag
milli 18. og 24.’október og er þá Guö beðinn að senda vægan vetur.

Á allra heilagra messu er kveyktur fjöldi ljósa um kvöldiö í
kirkj-unum; hjerna á Hólum eru kveykt 75 ljós. Þetta á Guðbrandur biskup
að hafa boðið i minningu um siðbótina. Sömuleiöis er hjer mikill
ljósa-gangur á Jólanóttina, og er pá haldin guðsþjónusta kl. 3—4 um
nótt-ina og lagt ut af Luc. 11.–––––

Jeg þakka það einasta Guðs náðugu handleiðslu, að jeg enn sero
komið er held heilsu minni á þessu kaldranalega landi. Jeg hef reynt
hvað það er að lifa fjarri öllum vinum og kunningjum á meðal
fram-andi manna, sem hafa þaö álit á mjer, aö jeg eigi vilji þeim annað en
íllt eitt. Jeg hef fengið að kenna á öllum þeim skapraunum, sem þaö
hefur í för með sjer, að vilja leitast við að uppræta gamla ósiði og
brýna fyrir mönnum skyldur þær, er lög Guðs og konungsins leggja
þeim á herðar. En eins og þaö hingað til eigi hefur fengið mikið á
mig að heyra utan að mjer háðglósur fjandmanna minna, að verða að
sætta mig við að menn kalli mig djöful, að sjá niðrit um mig, aö heyra
menn segja að jeg ekki trúi á Guð, að jeg sje heiðingi og vilji afnema
sakramentin og prestþjónustuna o. s. frv., þannig mun jeg með Guös
hjálp geta borið það framvegis. Guð fyrirgefi þeim, sem hafa skemmt
skrattanum með J)essum rógburði. Sá orðrómur gengur enn um allar
sveitir, að annar Jieirra tveggja manna, sem í fyrra sumar kepptu um
biskupsstólinngeri sjer allt far um að ófrægja fyrirætlanir Kirkjuráðsins,

1 Hjer er án efa átt við Björn prófast Magnússon.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0218.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free