- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
218

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

218-

alla heima gegnum smjúga,
tjóðraður í tunnubandi . . .

Opt á betri Indiáninn
æfikjörin meðal siiina,
blökkumenn og móríáninn
milli svartra og rauðra skinna;
þeirra skáld er þeirra prestur,
þekkist úr sem heiðursgestur,
á sjer gamma girtan pálma,
galdra hans og töfrasálma
nemur þjóð, hlustar hljóð,
lærir orðin, og er storðin
geymir hold ins mikla manns,
hinum ungu öll á tungu
lifa og dafna Ijóðin hans.

Og þó — skyldu skáldsins orð —
skyldi ljóssins funaflóðið,
fjörugra en hjartablóðið,
sporlaust fljóta fyrir borð? —
vera eitt í víðum geymi,
vera eitt í Drottins heimi,
vígt og dæmt að deyja á storð? .
upp með huga, hjarta og mál
hrópi Guð í þinni sál,
vilji’ hann ut dr dauðans doða
draga nýjan morgunroða, —
upp! ef færð með einum gómi
óðarstrenginn snert svo hljómi,
enda þótt sjert einn í tómi!
því þótt fólkið þitt sje fátt,
þungt og heimskt og fallið látt,
þá mun lifna eyra og eyra
óðinn þinn að heyra — heyra.
Loks í kringum Ijóðaþing
lítinn sjerðu standa hring.

Það er nóg,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0244.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free