- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
63

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

63

tekningunum er jafnan fundið og mælist það almennt vel fyrir —
hafa fengið þetta göfgiseinkenni, þessa hollu ábyrgðartilfinningu,
hygg jeg að sumpart eigi rót sina i því, að þær eru samvizka
litil-sigldrar, lýðhollrar þjóðar; sumpart í því, að flest skáldin eru fædd
af bændafólki, eða eru barnabörn bænda. Svo er um Ludvig
Hol-berg, Peder Dass, Henrik Wergeland, Camilla Collett, Aasmund
Vinje, Ivar Aasen, Jonas Lie, Arne Garborg, Amalie Skram, Knut
Hamsun, með öðrum orðum: nálega alla, sem jeg hef minnzt á.
Og eins er það í öllum öðrum listum. Engin önnur þjóð, sem
jeg þekki til, er svona gjörð. Þetta skýrir einnig, að þótt
lista-mannsnáttúran sje nú svona mikil, þótt dásamlega kunni að vera
gengið frá ýmsu einstöku í bókunum, þá eru þær sjálfar ekki altjent
nein listaverk.

Listamannsnáttúran er arfur; vjer verðum sem sje að gá að
þvi, að »list« eða íþrótt er hugtak, sem gripur yfir miklu meira
en það, sem unnið er á myndagerðarstofunum eða við
skrifborð-in. Unga stúlkan, sem laðar að sjer góðan þokka allra, gjörir það
optast af því, að hún skilur sjálfa sig og aðra og hagar breytni
sinni eptir því, og það er íþrótt. Húsfreyjan, eða húsbóndinn,
sem kallað er að hafi »gott lag« og geti þvi »komið því til«, hafa
þá einnig hina hagvirku hönd listamannsins. Eins er um
laghent-an iðnaðarmann. Svo það er engin furða, þótt margir listamenn
komi upp hjá þjóð, sem býr við stórfelda náttúru og lifir undir
kringumstæðum, sem neyða menn til að hjálpa sjer sjálfum og
treysta sjálfum sjer. Fjölskyldurnar búa svo sem ekki saman í
þorpunum, þær búa hver í sinum bæ, og pæi eru umkringdar af
hættum, og aðgætin augu hvíla á þeim; því að menn þekkja hver
annan langt fram í ættir.

En arfgeng listamannsnáttúra er ekki undireins menntun.
Menntun er það, að geta metið hið sanna gildi alls og allra. Um
skilyrðin fyrir því, að unnt sje að greina það með vissu, er það
að segja, — að þótt þau hrökkvi til meðan við lifum sem bændur,
iðnaðarmenn, eða jafnvel embættismenn, — þá hrökkva þau ekki
til, þegar hærra dregur og lengra út á við.

Það má afla sjer þeirra með ástundun, það er gullsatt; en hið
næma skyn á samræmi, sem fornættir menningarinnar hafa, er
nærri því einkarrjettur þeirra; það er erfítt að afla sjer þess, og
því vantar það opt í listaverkum þeirra manna, sem komnir eru
af bændaættum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0069.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free