- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
78

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

78

hve miklu liði J. Ó. hafi á þroskaárum sínum orðið ættjörð sinni, en um ást hans
á henni og umönnun fyrir framtíð hennar getur enginn meö rjettu efazt.
Ættjarð-arástin hefur á æskuskeiðinu verið svo rík í huga hans, að umhugsunm um hana
brýzt alstaðar fram, jafnvel þó hann sje að hugsa um allt annað, hvort sem
hann er að lýsa haustinu í Rvík (»Haustvísur«), kvöldroðanum uppi á
Kalda-dal (»Loptið rauðri litar glóð« o. s. ffv.) eða hann er að yrkja þorrablótsvísur í
Khöfn (»því Fjandinn eptir Islands stjórnarlögum — er dbyrgðarlaus, þó hann gefi
ráb«.). Þetta er engin uppgerð, og vjer getum því vel tekið undir með höf. þar
sem hann óskar Islandi að eignast »marga sonu, er elska þig sem eg, — en
eru meiri skapstillingarmenn«. Hjá J. O. kemur fram mikið lífsfjör og hann er
síungur í anda. Hann »æðrast ekki, þótt inn komi sjór, þó að endur og sinn
gefi á bátinn«. Hann getur að vísu fengið þunglyndisköst og andvarpað, en
ljettlyndið og kjarkurinn fær skjótt yfirhönd. Hann stendur upp og hristir sig og
segir: »Litt mun ráð að lækka sig — né låta undan síga; — heimurinn mun
þá hrækja á mig, — á hálsinn á mjer stíga«.

Hin nýja viðbót viö kvæðin er yfirleitt síður en hin eldri kvæði, og sum
kvæði eru þar, sem alls ekki hefði átt að prenta, að minnsta kosti að svo stöddu
(t. d. »Skálkaskjól« og »Ofurlitil uppboðs-ríma«-). Einna bezt eru kvæðin
»Augna-bliks-vopnahlje« og pRitstjóra-rúnir«, enda eru þau auðsjáanlega kveðin af meiri
tilfinning en önnur.

SIGURÐUR J. JÓHANNESSON: LTÓÐMÆLI. Winnipeg 1897. (164 bls.,
með mynd höfundarins). Kvæði þessi eru eptir ómenntaðan (eða rjettara sagt
óskölagenginn) alþýðumann, eitt af alþýðuskáldum vorum, eða öllu heldur
hinn-ar íslenzku nýlendu í Vesturheimi. En þótt höf. hafi nú um langan aldur
dval-ið fyrir vestan haf, eru kvæðin jafníslenzk í anda fyrir því og málið á þeim
hreint og látlaust. Það er meira að segja furða, hvað það er hreint. Engin
bögumæli og engin enskusletta, nema ef telja skyldi vísuorðið: sfólkið hafði
góðan tímann« (_bls. 80), sem varla mun skiljast á Islandi (to kave a good time =
skemmta sjer vel). En þetta visuorð er í gamankvæði og fer því ekki illa á fiví.
Kveðandin er yfileitt góð og röng áherzla eða aðrir þess konar rimgallar mjög
óvíða. Einstaka sinnum bregður fyrir rangri beygingu orða (t. d, þengil í. þengli
(bls. 27), meinvattur f. meinvættir (bls. 67), hilmir f. hilmi (bls. 122) o. s. frv.),
en slíkt er þó undantekning, og getur jafnvel stundum verið prentvilla, þar sem
það kemur fyrir. Mörg af kvæðunum eru tækifæriskvæði og hafa fremur lítið
og sum ekkert skáldlegt gildi, en þau eru lipur og yfirleitt laus við smekkle)’sur.
Hins vegar eru þó í safninu líka reglulega góð og falleg kvæði, og viljum til
þess nefna fyrst og fremst »Til íjallkonunnar«, »Miðnætursólin« og »Draumur«.
Þá eru og »Skipskaðinn á Skagaströnd«, »Vorvísur«, »Sannleikur og lygi«, og
»Minni Þórs« góð kvæði og svo mætti fleiri telja.

Aptur þvkir oss kvæði þau, er ort eru út af efni i fornsögum vorum, hafa
tekizt miður vel, að undantekinni hinni síðustu víau í »Fall Þórólfs
Kveldúlfs-sonar«, og tveim liinum síðustu í »Höll Hrólfs kraka«, sem eru skáldlegar. Mörg
af kvæðunum lýsa einlægri ættjarðarást og áhuga á framförum Islands. Ekki
virðist höf. heldur vera á þeirri skoðun, að ekki megi lifa eins góðu lífi á Islandi
eins og í Ameríku, því hann tekur það skýrt fram (bls. 9), að hann hafi »alla
æfi eigi sjeð unaðslegri búmannsreit« en sumstaðar á íslandi og kennir það
íöfugstreymi örlaganna«, að hann hafi flutt vestur uxn haf. —• Hinn ytri
frá-gangur á kvæðunum er góður, góður pappír og prent og mynd höf., sem þeim

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0084.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free