- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
118

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

8

ur landshöfðingjanum, |>ótt áður sje sagt, að hann hafi vald sitt
á ábyrgð ráðgjafans. Þessar ákvarðanir stjórnarskrárinnar eru
hin-ar óhentugustu og lagaðar til að tefja og vefja afgreiðslu þeirra
mála, som os er mest pörf á, að fljótt og greiðlega sje kljáð.
Ráðgjafinn, sem eptir bókstaf stjórnarskrárinnar hefur ábyrgðina
af öllum stjórnarathöfnum, vill eðlilega fjalla sjálfur um sem flest
mál, einkum öll hin stærri, og mun vera trauður til að trúa
um-boðsmanni sínum, landshöfðingjanum. nema fyrir hinum smærri
til algjörðrar afgreiðslu. Landshöfðinginn, sem málunum er
kunn-ugastur og þess vegna betur fallinn til að útkljá þau, hlýtur að
rjetta sig sem allranákvæmast eptir því, sem hann veit að
ráð-gjafanum er mest að skapi, og þar sem þessir tveir höfðingjar,
hafa sína skoðun hvor um eitthvert efni, verður það nauðsyn fyrir
landshöfðingjann að gefa sig fanginn undir skoðun ráðgjafans og
dansa eptir hans pípu, jafnvel þótt öll líkindi sjeu til þess, að
landshöfðinginn, sem er langtum kunnugri öllum atvikum í
hinum innlendu málum, hafi miklu optar rjettari skoðun en
ráðgjaf-inn, sem situr í fjarlægð, hefur ef til viil aldrei á æfi sinni sjeð
land vort, skilur ef til vill eklci eitt orð í tungu vorri, hefur ef
til vill aldrei kynnt sjer neitt sögu vora, þjóðerni eða landsháttu,
þar sem landshöfðinginn býr á meðal vor og hefur hið bezta
tækifæri til að þekkja land vort, hagi þess og þarfir í smáu sem
stóru. Landshöfðinginn getur sjálfsagt, ef hann hefur elju til,
gert ráðgjafan nokkuð kunnugan mörgu af þessu með sífeldum
brjefaskriptum, en þó aldrei til hlítar, þvi sjón verður jafnan sögu
rikari. Og svo er þó ekki unnið við allt þetta nema töf og
tíma-spillir, því ef ráðgjafinn fer eptir tillögum landshöfðingjans, þá
hefði verið nær, að iandshöfðinginn sjálfur hefði lagt
smiðshögg-ið á málið, en að öðrum kosti vinnur landshöfðingi fyrir gíg.

Sjerstaklega gætir þessara annmarka í löggjafarmálum landsins.
Þegar alþingi hefur samið einhver lög, þarf staðfestingar konungs
til að gefa þeim gildi. En með því konungurinn er ábyrgðarlaus,
skal ráðgjafinn, er einn hefur ábyrgð á stjórnarathöfnum landsins,
undirskrifa lögin með konungi, og hann ræður i raun og veru mestu
um það, hvort eitthvert lagafrumvarp þingsins er staðfest eður ekki.
fetta væri allgóð tilhögun, ef stjómarlierra þessi sæti sjálfur á alþingi,
heyröi þar hvaö fram kemur með og móti lögum þeim, sem í smíðum
eru, og lýsti þar yfir sínutn skoöunum, svo þingið gœti tekið þœr til
greina í tækan tíma. En þessu er eigi svör að gefa. Ráðgjafinn
situr í öðru og allfjarlægu landi, er ókunnugur oss og vjer
honum, skilur oss eigi og vjer eigi hann. Þetta er eins og hver
einn getur sjeð, mjög svo óhentugt og óheillavænlegt
ásigkomu-lag. Milli vor og ráðgjafans er langur og ógreiðfær vegur og
strjálar milliferðir. Hann fær seint og síðla lagafrumvörp þingsins
og lauslegt ágrip af þingræðunum við undirbúning laganna, og
þetta þó ekki á frummálinu, heldur i þýðingu, sem getur verið
ónákvæm og enginn að minnsta kosti ábyrgist að sje rjett, Það
er því öll von til þess, en engin undur, þó stjórnarherranum komi
lagasetning vor einatt kynlega fyrir sjónir, að hann sje lengi að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0132.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free