- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
126

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

126

irð drekka tóbak, þegar menn tóku í nefiðl. Konur tóku (net)tóbak ekki
síður en karlmenn, og svo ramt kvaö að, að menn vóru þá þegar farnir
að taka i nefið í kirkjum, en vinnumenn reyktu á engjum og í
rúm-um sínum fram á miðjar nætur (Kvæði sjera Stefáns I, 166, 284—85,
290, 320—34. II, 29).

Eins og eðlilegt er, þótti öllum hinum vitrari mönnum litil búbót
að þvi, að tóbaksnautnin skyldi breiðast út um land allt eins og eldur
i sinu, og gerðu þeir allt, sem í þeirra valdi stóð, til aö hamla henni;
en það kom fyrir ekki. Ymsir kviðlingar eru til um tóbaksnautn frá
miðri 17. öld, einkum eptir sjera Stefán Olafsson (f. um 1620, dó
1688) og sjera Hallgrim Pjetursson (f. 1614 dó 1674), og skal jeg
færa til nokkrar stökur, sem lýsa þvi ágætlega, hvernig hinir
menntuð-ustu og lærðustu menn, sem þá vóru í landinu, litu á mál þetta.

Sjera Stefán Olafsson hefur ort langt kvæði og merkilegt, sem
heitir Vinnumannakvaði (Kvæöi I, 279—96), og er talið þar upp
ýmis-legt, sem honum þótti óprýða vinnumenn á hans dögum. Þar er þetta
meöal annars:

í öðrum vísum eptir sjera Stefán stendur þetta (Kvæði I, 325):

Sjera Stefán lastar tóbaksnautn miklu víðar i kvæðum sinum, svo
sem bls. 330—33, og í sama strenginn tekur Hallgrímur Pjetursson
(II, 412—13). Margir aðrir hafa efiaust oröið til að lasta
tóbaksnautn-ina, þótt jeg hafi fáar sögur af þvi, en þó hef jeg rekið mig á kafla i
þessa átt i ræðu eptir sjera Pál Björnsson í Selárdal (dó fjörgamall 1706)
og er hann á þessa leið: »Aldrei verður evangelium svo kiprað
saman 1 prjedikunarstólnum, að það sje ekki oflaugt, þótt tóbakið sje
ennþá á millum tannanna á þeim, sem sitja á kirkjubekknum. Sú nýja
svivirðing, af hverri himininn mætti dofna, er eigi fyrir mörgum árum i
söfnuði guðs hjer inn smogin og varir enn nú; og eigi nægir alla
sunnu-dagsmorgna að sitja við öskustóna og fylla hjartaö með slabbi og sam-

ræðum, nema til dægrastyttingar sje tönnlað tóbakslaufið––—; náir

því og stybban guðleysisins að rjúka úr baðstofunni hjartans, áöur en

1 Þess má geta, að Jón Olafsson frá Grunnavík (dó 1779) segir í orðabók
sinni (Hrs. Árna Magnússonar 43 3 IX, fol.) við orðiö tóbaft, að á Austurlandi
sje að reykja kallað: aö drekka tóbak.

Enn skal hinn tjórða auka
óð að gamni sjer
um bifsaða tóbaksbauka
sem brúkast taka hjer.
Um prjedikun opt
þeir eru teknir á lopt;
þegar gera’ á blíða bæn,
þeir belgja við sinn hvopt;
svo um máltíð miðja
magnast þessi iðja.

Veit eg vinnumanna
vera slíkan sið,
það má sjerhver sanna,
sem pá skiptir við:
tóbak fala’ ef fæst,
firn eru þetta stærst,
í öllum áttum úti’ um þaö,
ef einhvers staðar næst,
allt sitt kaup út selja,
ef eiga’ um það að velja.

Læðst hefur inn í landið hra
lýðir kalla það tóbak,
hingað þessa ragur rak
revkjarsvælu’ ’hinn armi.
Drusslega margur dánumann
drekkur í sig þrekkinn þann,

án hans vera ekki kann.

Af reyknum fj lla kjálkaker
og koma’ ’honum út um nasir sjer
þeim illa ódauns farmi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0140.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free