- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
130

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

130

svo upp a fátæka bændur; skyldi dómur þessi standa þangað til
konungur skipaði öðruvísi fyrir. (Alþb. 1679, nr. 23).

Svo litur ut, sem alþingissamþykt þessi hafi ekki hrifið, þvi i brjefi
Kristjáns konungs V., 4. mai 1684, er bannaö meðal annars, að pranga
með tóbak; er gert ráð fyrir, að prangararnir kaupi það af
kaupmönn-um á sumrin og selji paö svo aptur fyrir okurverö, einkum viö
sjávar-síðuna. (Lagasafn Magnúsar Ketilssonar). I samþykt um verölag á
út-lendri vöru upp til sveita á Islandi, á Bessastööum 2. april 1685, er
aptur drepiö á tóbaksokur: »Tóbak, sem taxtinn (1684) um getur, sje
á engan hátt leyfilegt meöal landsmanna, til ábata aö seljist, eöur út
aukist, sem i sannleika bevisanlegt er, aö sje landsalmüga til stórs
skaöa og útörmunar, heldur haldist eptir þvi, sem það ár 1679, þann
4. júli af lögmönnum og lögrjettu ákvarðaö var«. Oska þeir, sem undir
rita, aö konungur vilji samþykkja bæöi samþykkt þeirra og
tóbaksdóm-inn 1679, og skjöta svo málinu til næsta alþingis (Hrs. Magnúsar
Stephensens 51). Þar var fallizt á ákvæði þessi, og var málinu visaö
»undir háyfirvaldsins confirmation« (Alþb. 1685, nr. 31).

Enn gaf konungur út brjef til biskupa beggja og Pingels
amt-manns um »forboð á tóbaks og brennivíns okri« 3. júni 1746. Par
er sagt, að sumir menn kaupi á sumrin mikið af tóbaki og brennivini
og selji það svo fyrir ránverö á veturna og á vorin; er þetta
þver-bannaö og skyldi sá sæta kirkjuaga, sem gerði sig sekan i þvi
fram-vegis. Tóbak þaö og brennivín, sem hann kynni aö hafa undir
hönd-um, skyldi upptækt, skyldi konungur fá helming verðs, en hinum
helm-ingnum skyldi skipta jafnt á milli þess, sem ljóstaöi brotinu upp, og
fátækra barna i sókninni. Sömu refsingu skyldu embættismenn þeir
eöa prestar sæta, sem fengjust við tóbaks eða brennivíns okur, og
missa embætti sitt þar á ofan (Lovsaml. f. Isl. II, 598—99, 625;
sbr. 743—44).

I gjörningum þeim, sem færðir hafa veriö til, er kvartaö sáran yfir
okursölu á tóbaki, enda mun hún hafa verið tið mjög, en engar sögur
fara af mönnum peim, sem fengust viö hana, nema Bauka-jóni einum.
Hefur hann eflaust veriö merkastur þeirra manna, sem brölluðu meö
tóbak og aðra óþarfa vöru.

1672 komst Jón sýslumaður Vigfusson yngri i Borgarfjarðarsýslu
(seitma biskup á Hólum (1674) 1684—90) i mál út úr tóbaksrullum,
sem hann hafði fengið frá Hollandi, en þá var íslendingum þverbannaö,
að verzla viö aöra en Dani. Jón sýslumaöur sigldi út úr máli þessu,
kom sjer í mjúkinn hjá Griffenfelt, sem þá rjeði lögum og lofum, og
fjekk hjá honum veitingu fyrir Hólabiskupsdæmi pegar Gisli biskup
Þorláksson væri látinn. Gisli biskup dó 1684 og vildi Jón þá setjast í
biskupsembættiö, en honum var illa tekið og höfðu norðlenzkir prestar
paö á móti honum meöal annars, åö hann hefði okrað meö tóbak og
brennivin, eptir aö hann tók biskupsvígslu.

3. júli 1685 nefndu Þórður biskup Porláksson og Christopher
Heide-mann landfogeti 7 klerka á alþingi, til aö rannsaka ákærur pær, sem
prestar i Hólastipti höföu látið bera fram fyrir konung á móti Jóni
biskupi Vigfússyni; haföi Kristján konungur V. boöiö þeim það meö

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0144.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free