Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
139
til pess (eins og nafnið »bandstóll« fyrir »spjaldvefnað«, er enn
helzt í Svíþjóð), að Sviar hafi i fornöld haft sama umbúnað við
vefnaðinn, sem nú tíðkast hjá Kákasusþjóðum; enn brúka og
sænsk-ar konur svo kallaðan »hnif« til að slá vefinn með. — Dr. Bartels
hjelt fyrirlestur um uppgötvun sina í »Berliner anthropologische
Gesellschaft«; talaði hann þar lika uni islenzkan spjaldvefnað og
sýndi eptirmynd af honum, er jeg hafði gert. Fyrirlesturinn er
prentaður í »Verhandlungen der Berliner anthropologischen
Gesellschaft« 1898, bls. 34—39 og er mynd sú, er hjer fylgir, tekin
úr þessu riti með leyfi höfundarins og fjelagsins.
Herra P. G. Vistrand, aðstoðarmaður og bókavörður við
»Nordiska Museet« í Stokkhólmi, beindi nú rannsóknum minum
til Finnlands, og sagði spjaldvefnaðinn haldast par enn, og Dr. phil.
Th. Schirndt, forstöðumaður finnska þjóðgripasafnsins í Helsingfors,
skýrði mjer nákvæmlega frá öllu honum viðvíkjandi; nærri því
sami umbúnaður við vefnaðinn (fjölin langa, hnifurinn o. s. frv.),
er hafður í Finnlandi sem í Kákasus, og er það athugavert, pví
Finnland liggur á leiðinni frá Rússlandi til Svíþjóðar; en um
út-breiðslu spjaldvefnaðarins í Rússlandi hef jeg ekkert frjett enn þá,
og get pví að eins haft getgátur um hana. •— Frá Þýzkalandi er
pess að geta, að ungfrú ein frá Pommern sagði Dr. Bartels, að
heima hjá sjer væru bönd ofm með tólf pappaspjöldum; valda pvi
án efa samgöngur hinar miklu, er áður voru milli Pommerns og
Svíþjóðar.
Nú sá jeg fyrir skömmu i »Museum für Völkerkunde« i
Berlín nokkur bönd úr ull, mjög vönduð, frá Bhútan við
Hima-layafjöllin, er mjer þóttu einkennileg og frábrugðin öllum öðrum
vefnaði í safninu. Jeg fjekk leyfi til að rannsaka þau, og varð
pess fullvís, að böndin eru ofin með spjöldum. Hef jeg ekki að
eins nákvæmlega eptirmyndað það, er mest vandvirkni þykir á
vera þeirra allra, heldur er og enginn tnögulegleiki fyrir þvi, að
vefa böndin á annan hátt nje í neinum af peim mörgu vefstólum,
sem eru í safninu. Enginn veit neitt um það efni, en
forstöðu-maður pessarar deildar er nú farinn að skrifast á um það við
trú-boða. Sama sem um ullarbönd pessi er að segja um silkibönd
nokkur frá Turkestan, sem jeg skoðaði í pví safni; pau hljóta líka
að vera spjaldofin, og sýnir allt þetta, að spjaldvefnaðurinn er enn
stundaður víða í Austurlöndum, og að likindum kominn paðan
vestur og norður um lönd og sjá. En ógnar langan tima hlýtur
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>