- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
144

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

144

Mörgum kann nú að virðast, að þetta sýní lítil hyggindi hjá
þing-inu og heri fremur vott um flasfengni hjá því, og því verður ekki
neitað, að svo líti út á yfirborðinu. En til þess að fella ekki
rangan dóm, verða menn lika að gæta þess, í hvílikum vanda
þingið var statt. Stjórnin, sem samið gat við Frjettaþráðafjelagið,
hafði ekki ymprað á neinum skilyrðum, en þinginu var sökum
fjarlægðar og samgangnaleysis ómögulegt að semja við það.
Hefði því þingiö farið að setja einhver ákveðin skilyrði fyrir
fjár-veitingunni, án þess að geta ráðfært sig við fjelagið, gåt vel svo
farið, að þau eða eitthvert þeirra yrðu málinu aJgerlega að falli,
og þá hefði verið verr farið en heima seiið. Þingið hafði
óþægi-lega rekið sig á í þessu efni við fyrri fjárveitingar til
eimskipa-ferða og vildi nú ekki eiga á hættu, að þetta mál gæti strandað á
sama skerinu. Þess vegna afrjeð það, að setja nú engin skilyrði,
en varpa allri áhyggju sinni í því efni upp á stjórnina og hennar
vísdómsfullu fyrirhyggju fyrir þörfum aIis landsins.

En þó nauðsyn kringumstæðanna gerði það að verkum, að
su yrði niðurstaðan, þarf enginn að ætla, að öllum þingmönnum
hafi verið þetta ljúft. Að minnsta kosti var svo um mig, sem
var einn þeirra manna, er hafði um málið að fjalla í
samgöngu-málanefndinni, að jeg var harðóánægður með þetta, þó jeg sæi
ekki önnur úrræði í svipinn. En með því að jeg lít svo á, að
þingmenn eigi ekki einungis að vinna að þjóðmálum þann stutta
tima, sem þeir sitja á alþingi, heldur og á milli þinga, hugsaði
jeg mjer að reyna að bæta ögn úr þessu, er jeg næði til rjettra
hlutaðeigenda: Frjettaþráðafjelagsins og stjórnarinnar. Jeg gerði
mjer því fremur von um, að mjer kynni að verða eitthvað ágengt
í þessu efni, sem mjer hafði áður tekizt að greiða töluvert fyrir
málinu milli þinga, fyrst með því að styðja af alefli tilraunir Mr.
Mitchells, meðan nokkur von var um árangur af þeim, og því
næst með því að vinna bilbug á hiki forstöðumanns
Frjettaþráða-fjelagsins norræna við að sinna málinu í bráð og fá hann til að
koma fram með tilboð sitt fyrir alþingi 1897.

Þegar jeg kom heim af þingi, fjekk jeg bæði af blöðum hjer
og af viðtali við forstöðumann Frjettaþráðafjelagsins að vita, að svo
væri tilætlazt, að fjelagið hefði að eins eina frjettaþráðarstöð á íslandi,
þar er sæsíminn kæmi í land. Auðvitað áleit forstöðumaðurinn
að sáralltið gagn yrði að þessu fyrir landið í heild sinni, nema
jafn-framt væru lagðir frjettaþræðir um landið, en þá yrði landið að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0158.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free