- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
157

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

157

låta læra það. Hefði óefað máttsýna allt hið sama á helmingi minna rúmi, og
þó miklu ljósar og greinilegar, ef efnið hefði verið framsett í stuttum,
gagnorð-um reglum, og kennaranum svo ætlað að bæta upp, það sem þyrfti frekari
skýr-ingar við. Oss virðist það, sem er um skipun orða og málsgreina ( »Islenzkri
mállýsingu« eptir Halldór Briem, miklu hentugra til kennslu en þetta kver.
Ym-islegt er og að athuga við kver þetta. Þannig er stundum tilfærð íorn
orða-skipun, sem nú er úrelt (t. d. ef fyrir hvort á bls. 31 o. s. frv.). Það virðist og
fremur tilgangslaust, að vera að kenna, hvernig hagað sje orða- og
setninga-skipun í óvönduöu máli (sbr. 32 og 37), jafnvel þó það væri gert til viðvörunar.
Það virðist nægilegt, að kenna, hvernig málið á að vera; hitt mætti æra
óstöð-ugan að læra lika, hvernig það getur verið, þegar það er skælt og atbakað.
Sumstaðar virðast dæmin ekki koma vel heim við skýring þeirra, t. d. á bls. 51:
i-Þegar hann er vísifornafn, þá þýðir hann: hinn fyrnefndi, sem hér: vert þú
kyr; hinir mega fara.« Hjer er ekkert »hann« i dæniinu, enda vitum vjer ekki
til að það orS sje nokkurntíma vísifornafn. Þetta er því sjálísagt óþægileg
prent-villa, en ekki er hennar þó getið í prentvillunum aptan við bókina. Á bls. 53
stendur: »Stundum stendur kynleysismyndin með karlkynsorði, sem hér: það er
likt honum.!’ Oss er nú spurn:Hvar er karlkynsorðið, sem lýsingarorðið likur
gæti lagað sig eptir, i þessu dæmi? Hvernig gæti setmngin verið öðruvísi en
hún er, úr því aö »það« er frumlag? Reglan bendir þó á, aö það sje ekki nema
»stundum«, að kynleysismynd lýsingsrorðsins sje höfð i sona dæmi. Á bls.
55—6 er skyldi og hafi látið vera boðháttur, en hvorugt er rjett. Af sögninni
nskulu« er enginn boðháttur til, og af »hafa« er boðháttur ekki til liema i 2.
pers. eint. og 1. og 2. pers. fleirt. Hvortveggja orðmyndin er
viðtengingar-háttur, eða í hinum tilfærðu dæmum öllu heldur hvatarháttur Qiortativus) eða
óskarháttur (optativus). Á bls. 39 er sagt, að hvorugur sje samansett orð af
hvor og neitunarorðinu eigi. En þetta er eigi rjett. Hinn síðari
samsetningar-liður er neitunarorðið -gi (í fornmálinu hvdrigr og hvdrgi, uppr. hvdrr-gi). Á
bls. 50 er talað um orðið hvaövetna, en þá orðmynd könnumst vjer ekki við.
I nútíðarmáli mun þetta orð varla koma fyrir nema í þáguf. (livívetna), en kæmi
það fyrir í nefnif. eða þolf., mundi sama myndin höfð og í fornmálinu (hvat■
vetna, sbr. atferli, atlaga o. s. frv.). Á bls. 23 stendur: »Þær vanta hvorki
frumlag né sögn.« Hjer er »vanta« líklega prentvilla fyiir »vantar«, því hitt væri
ekki rjett mál (nema kannske í Winnipeg og þá í annari merkingu). I
kennslu-bókum ætti jafnan að leggja mikla áherzlu á samkvæmni í rjettritun, en þessa
er ekki ætíð gætt nógu vei. Þannig er t. d. ritað hverskonar á bls. 21, en hvers
konar á bls, 40. Á bls. 40 er og ýmist ritað hvorttveggja eða hvortveggja á
sömu blaðsíðunni, og er þó hvorugkyn á báðum stöðum. — Vjer vonum að
þetta verði allt lagað, ef höfundinum auðnast að gefa bókina út í annað sinn.

BJARNI SÆMUNDSSON : UM FISKIRANNSÓKNIR 1896 (Sjerprentun úr
»Andvara« 1897). Ritgerð þessi skiptist í þrjá kafla: I. Silungsvötn og
silungs-veiðar, II. Laxveiðar og III. Fiskxveiðar í sjó — allt á Suðurlandi og fram með
suðurströnd landsins, frá Ingólfshöföa og allt vestur á Mýrar. Fróðleg ritgerð.
sem margt má af læra.

MINNINGARRIT FIMMTÍU ÁRA AFMÆLIS PRESTASKÓLA ÍSLANDS.
Rvík 1897. í nokkrum inngangsorðum er stuttlega farið yfir sögu skólans, en

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0171.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free