- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
193

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

193

Þar getur hann ekki unað lengur, skáldið sjálft; skömmu síðar
hittum við hann í miður góðum fjelagsskap, á vinkjallara innan um:

»Sejge Fyre. Uldtöj på Kroppen,
Huer på Hovedet, krogede Knoer,
En tog af Brændevinsflasken Proppen,
En spiste Flæskesteg, kantet med Roer.
Piberne damped og Finklen dufted,
Alle var de hede i Kammen,
Hed var han, som i Dören sig lufted,
Men hedest af alle var dog Madammen.

Lidt råt måske. Ja, Fernissen mangled.

Da Morgensolen skinned på Muren,

Var jeg blandt Folk, som dingled og dangled

Og ofFrede gladeligt til Naturen.

Naturen! ja, det var Selskabets Motto.

Jeg traf en Bekendt fra det förste Gilde

Senere hen hos Konditor Otto;

Han gav mig et Uddrag . . . men jeg tier stille.«1

Jeg sje að jeg hef hætt mjer út á hálan ís með allar þessar
innvitnanir, eins og það sje unnt að gefa nokkra nægilega
hug-mynd um’ Drachmann og skáldskap hans með eintómum
innvitn-unum. Til þess eru rit hans helzt til mörg (nálega 50 bindi) og
fjölbreytt að efni. Jeg hef ekki getað gefið mönnum hjer nema
einkar ófullkomna hugmynd um eina lilið af skáldskap hans meðan
hann enn var á unga aldri — og það engan veginn allra
merkileg-ustu hliðina. Lesið að eins ljóð hans og sögur um farmenn og
fiskimenn, þessi stóru börn, með sigg á höndum og drenglyndi í
hjarta. Þar er fyndni og fjör, glettni og góðlátssemi. Jeg get því
ekki stillt mig um að biðja ykkur að hlusta allra snöggvast á,
hvernig hann lætur skipstjóra sína kveða:

1 Pilta, sem voru þjettir fyrir, með ullarföt um búkinn, húfur á höfðinu og
kreptar krumlur; einn var að draga upp pytluna, annar var að hárna í
sig svínasteik með garði af róum umhverfis. Það rauk úr pípunum og
lyktina lagði af brennivínsgutlinu; öllum var þeim heitt í hamsi; heitt var
þeim, er stóð í dyrunum og var að svala sjer, en heitast þó
maddöm-unni.— Ef til vill var það miður-fágaður flokkur; fernísinn vantaði hann.
Þegar sól roðaði á múrnum, var jeg á ferli meðal manna, er riðuðu og
rugguðu og færðu fúslega náttúrunni fórnir (0: seldu upp). Náttúran! Já,
það var orðtak flokksins. Seinna hitti jeg einn af kunningjunum úr fyrri
veizlunni inni hjá Otto sætkökusala. Hann sagði mjer ágrip af . . . . Nei,
það er bezt að þegja.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0211.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free