- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
201

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

201

Það er þetta »bezta«, er hann nefnir svo, sem nær því
hver-vetna verður fyrir oss i ritum hans. Hann er snillingur í að lýsa
einmana, sorgmæddum konum, sem bera þó harm sinn i hljóði,
og hvergi á fátæklingurinn hjartnæmari talsmann en þar sem hann
er. »Hið bezta, sem einatt er dulið augum heimsins«,
segir hann sjálfur; þess vegna eru það lika vanalega aðrir strengir,
sem hann knýr. Hann byggir öllu heldur á sjálfs sín boðorðum
i kvæðinu »Nytsöm siðvendnisádrepa« :

»Stem op din Fiol til en glad Melodi,
Lad Sorgerne kvæles og druknes deri,
Lad Latter fra Strængene bruse!
OgVerden vil dreje sig lystig omkring
Og tvinge til Dans selv de tungeste Ting;
Thalia du vælge til Muse!
Vrid ej dine Øjne på tragisk Manér,
Men gnid dem, så klart de Komedien ser
På Livets lav-komiske Scene!
Se værdige Skikkelser danse selv med
Med Benene op og Hovedet ned.
Hvo nænned dem sligt at formene?
Hist gör Excellencen balletmæssigt Hop,
Etatsråden vralter i Svinegalop,
Pastoren smat luntende traver,
Og summus Theologus gør Pirouet,
Og tvkke Grosserere valse så net
Med dinglende Kinder og MaverU2

1 Þ. e. Ef þú eins og góðum dreng sæmir gefur hreinskilnislega gætur að
þeim takmörkum, sem þjer eru sett, kannar þrek þitt og þor, þá getur hver
og einn hæfileika þinna stefnt í hugmóð fram að markinu og oröið
stælt-ur sem stálið; íturyl hjartablóðs þíns, kjarnvökva lífsins, skalt þú geyma til
hins bezta. Jeg segi »hins bezta«, sem einatt er dulið augum heimsins, og
er þó hinn sanni svaladrykkur á förinni um eyðimörk lifsins, það sem
hefur á laun sogazt inn um smágjörð op og safnazt saman innst i grunni
hjarta vors, eins og í demantskærri vatnsþró með mjallahvítum
marmara-botni; það, sem aldrei hrekur auman bónbjargamann burt frá sjer með
of-drambi og hroka; það sem hlífir Ijóskveiknum, þegar loginn er að fram
kominn; það, sem hjúkrar stormbrotna stráinu og felur einmitt það með
mestri viðkvæmni í faðmi sjer, sem heimurinn hefur útskúfað.

2 Þ. e. Still fiðlu þina og leik gleðilag, láttu sorgirnar kafna og drekkjast i
þvi, láttu hlátur gjalla úr strengjunum. Og heimurinn mun bregða sjer á
leik með gleði og gáska og þyrla öllu i dans, jafnvel hinum þyngstu
bákn-uin. Vel þjer Thaliu að dis! Þú skalt ekki ranghvolfa í þjer augunum
sem sorgleikjasýnendur, en nuggaðu úr þeim stirurnar, svo að þau fái
gjörla sjeð gamanleikinn á hinu hjákátlega leiksviði lifsins! Jafnvel
æru-verðir öldungar dansa með, svo þeir standa á höfði; hver skyldi geta

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0219.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free