- Project Runeberg -  Eimreiðin / IV. Ár, 1898 /
221

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

221

Um 1890 leitast ný stefna við að ryðja sjer til rúms í
bók-menntum vorum. Það voru nokkrir ungir menn, sem voru orðnir
leiðir á þcssu eilífa stagli um áþreifanlega hversdagshluti; það hafði
nú ekki gengið á öðru í samfleytt tuttugu ár. Þeir vildu ekki
leggja sig niður við að lýsa umheiminum með öllum óhrjáleika
hans og ruddaskap; það töldu þeir álíka list og að taka ljósmyndir;
tilfinningalif og hugmyndaheim mannssálarinnar kváðu þeir vera
hið eina, sem gildi hefði fyrir oss mennina; en umheimurinn
hefði það ekki nema að svo miklu leyti sem sálarlíf vort sætir
áhrifum frá honum, og megi það standa oss hjer um bil á sama,

Gustav Wied.

Viggo Stuckenberg.

hvort honum sje svo eða svo varið; hann sje að eins iliki (Symbol)
skaps vors og tilfinninga; af því hefur stefna þeirra fengið nafnið
»ilíkisstefna« (Symbolisme). Alla holdsdýrkun undanfarins tima
kváðu þeir vera eins og að taka skurn í stað kjarna. Það væri
svo sem hægur vandi að hengja upp nútíðarrafurljós sín fyrir utan
ómælisskógdýpi tilfinninganna, — og segja svo að nú væri verið
að leiða ljós yfir landið! Nei, inni í húmdökku, einmanalegu
skógþykkninni, þar sem enginn hefur stigið fæti sínum, — þar er
vort sanna líf! — Þannig fór jþá ljóðagerðin að tiðkast aptur, þvi
að nú var það ekki vitið, heldur tilfinningarnar, sem tala átti til.
I óðskáldskap var almennt að tala i fyrsta persónu, en nú taka
þessir höfundar að gjöra það lika i skáldsögum sinum. »Jeg«

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1898/0239.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free