- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
65

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

65

svæði til yrkingar, en nú hefur »baróninn« keypt þá eign, og ef
vér viljum fylgja honum framar, þá steöjum vér yfir holtið og
norÖur á Laugaveginn; þar hefur Gísli Porbjarnarson búfræðingur
bygt snoturt hús og einkennilegt og yrkt land þar í kring, og
hefur baróninn einnig keypt það og er í ráði að hann stofni þar
kúabú, 50 kýr, og er það mikill ábati fyrir alla og óskandi að vel
fari. Par í kring eru og miklar jarðabætur gerðar, svo hvergi á
Islandi mun vera annað eins; stór og víðáttumikil grasflæmi gerð
úr urð og holti; það hafa gert þeir Björn Guðmundsson múrari og
timburkaupmaður, Jón Jensson ylirdómari og fleiri, sem aldrei
eru nefndir á nafn fyrir það að þeir prýða landið og sýna, hvað
hér má gera, ef viljann ekki vantar. Á sumrin er því alt
fagur-grænt beggja megin við veginn, en þeir, sem hafa grætt þetta út,
eru töluvert á eftir tímanum, ef miða skal við vizkuna, sem
stund-um sést í blöðunum, því að þeir låta sér enn nægja með okkar
gamla grængresi, sem náttúran hefur sáð fyrir okkur og lagt upp
í hendurnar á okkur, en eru ekki komnir svo langt, að þeir hafi
tómar útlenzkar »fóðurjurtir«, sem sumir eru að mæla fram með,
eins og ekkert annaö dugi. Par nær sjónum er Rauðará, þar
bygði Schierbek landlæknir snoturt hús, sem nú er eign Vilhjálms
Bjarnarsonar, bróður síra Þórhalls prestaskólakennara, og eru þar
miklir garðar og búskaparhlutir; það er fögur og álitleg eign, en
ekki vitum vér hversu arðsöm hún er. Nokkuð nær bænum er
hinn nýi viti, nýlega bygöur, því nær í dæld, svo a& sem minst
beri á honum, en Engeyjarvitinn var afnuminn; þessi viti er lágur
turn, ekki hærri en meðalhús; hann á að lýsa skipum þeim, er
sigla inn fjörÖinn, en lítið hlýtur að bera á honum og ekki
sjáan-legt, aö sjómenn verði hans varir, nema með mestu aðgæzlu, og
greini ljósin á honum frá ljósunum í bæiunum; vitaljósin eru rauö
og græn, og ber ekki hærra en bæina eða húsin; ef nú einhver
skyldi finna upp á því að hafa rauð eða græn ljós (t. a. m. með
þannig litum gluggatjöldum), þá er það hættulegt fyrir skipin, og
gegnir það undrum, að peningum skuli vera þannig varið. — Ýms
hús og bæir eru þar nærri sjónum, og eru þar nú komnar nýjar
götur; sum húsin eru »tvíloftuð«, sem hér er svo kallað, þótt þau
í rauninni séu ekki nema einloftuð, þab er: ein gluggaröb uppi
yfir «stofunni«. Þá er bezt að halda upp á Laugaveginn og inn
eftir til bæjarins; ekki munum vér hafa »hjólhest« eða »reiöhjól«,
því bæði erum vér of gamlir til þess, og svo er þaö ófögur sjón

5

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free