- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
166

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

166

rákir, er skerast. Slíkar ísrákir hafa á&ur fundist víða um land og
>interglacial« móbergslög heíi ég auk þess, sem áöur var getið,
fundið 1898 á Mosfellsheiði.1 í sjálfu sér hefir það mjög lida
þýöingu fyrir vísindin, hver finnur eitthvað fyrst. H. P. á þökk
skilið fyrir að hann hefir aukið þessar athuganir og vakið athygli
á þýðingu þessa máls; ég efast ekki um, að hann hrindir
þekk-ingunni í þessu efni vel áleiðis, ef hann heldur áfram rannsóknum
sínum; en ef hann aftur skrifar alþýðlegar ritgjörðir um jarÖfræði
íslands (sem ég vona hann gjöri) leyfi ég mér að mælast til, aö
hann skáldi ekki alveg eins mikið inn í eyðurnar, eins og í þessari
ritgjörð, skýri málefnið dálítið betur og segi meir frá hinum
ein-stöku athugunum, sem hugleiðingarnar byggjast á.

H. P. ætlar að Suðurlandsundirlendið muni tvisvar hafa veriö
undir sjó, og getur vel verið, að þaö sé rétt; ég fyrir mitt leyti
álít það sennilegt, en vér getum enn ekki ákveðið þaö með fullri
vissu, af því nægar sannanir vantar. Höf. segist hafa fundið
fjöru-borð 400 fet yfir sjó í Prándarholtsfjalli, og er það þýðingarmikil
athugun, É ef það er víst, að þar sé sævarborð; meðan athugun
þessi er einstök, er ekkert hægt á henni að byggja. Par geta
alveg eins vel veriö vatnsfjöruborð (Sæter) frá ísöldinni, eins og
hin glöggu fjöruborð, sem ég hefi fundið við Hvitárvatn og í
Fnjóskadal. Slík fjöruborð eru víða, þar sem enginn stöðuvötn
nú geta verið eftir landslagi; en á ísöldinni og síðar hafa
jökla-stíflur staðið fyrir og stór vötn hafa verið uppistöðupollar, þar
sem nú er flatlendi eða halllendi, eftir að jökullinn er bráðnaður
af. H. P. stingur upp á því, að Suðurlandsundirlendið muni vera
myndað á tímabili milli ísalda; ég hefi hugsað mér, að undirlendiö
væri til orðið seinast á tertíera tímanum, og er aldursmunurinn
þá ekki tiltölulega mikill; þetta mál verður fyrst um sinn að liggja
á milli hluta, því hvortveggja getgátan er jafn ósönnuö.

Svo ég snúi mér að sjálfum Pjórsárdal, sem er fyrsta tilefni
ritgjörðar þessarar, þá eru þar enn margar ráðgátur fyrir
jaröfræð-inga. Winkler skoðaði dalinn 1858, H. P. hefir komið þar tvisvar
eða þrisvar sinnum og ég einu sinni; en það á enn langt í land,
að jaröfræði fjallanna þar í kring sé fullrannsökuð; margt af hinu
einstaka er þar enn litt skiljanlegt, eins og víðar í
móbergshéruð-unum. Hvernig er hlutfall hnullungabergsins og hinna ísnúnu

1 Geografisk Tidskrift XV, bls. 14.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0176.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free