- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
173

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

173

Aldrei ættland hans getur þann arfa, sem betur
því ann, og til sannari göfugleiks hefst.
Víst þaö góða fær drengi og lifa mun lengi
sá lofstír, er ýmsum þess skörungum gefst,
En í prestlegum ljóma með sérstökum sóma
ber Saga nafn Þorláks hins helga þó efst.

Menn í kirkjunni þreyja hjá kistunni’ og þegja
og krjúpa’ undir valdiö, sem tyftun lagði’ á.
Eftir þrjár nætur langar meÖ likbörur ganga
til legstaðar hinsta og greftra þar ná.
Döpur jól hefir lýður. En blundur er bliöur
hins burtfarna’, er hvílast í guðsfriöi má.

Á jólunum 1894. Br. J. þýddi.

Reykjavik um aldamótin 1900.

Eftir mag. Ben. GröndcU.

GÖTULIFIÐ. Umferðin á götunum er mjög misjöfn; ä sumrin
er mest af lestamönnum, og stundum úir og grúir af
skútnamönn-um, þegar þeir eru aö fara á staö eöa koma inn úr »túrunum«.
Skyldu menn þá halda aö þetta væri Flæmingjar eöa Frakkar,
svo óíslenzkir eru þessir menn orönir af þilskipaverunni, og sýnu
betri voru sjómennirnir áður, meöan róið var á opnu fleytunum, þótt
þær þyki nú óhafandi og ekkert eigi aö duga nema þilskip eöa helzt
gufuskip og botnvörpubollar; en ekki er kyn þótt mönnum þyki ekki
lítil fremd í aö líkjast útlendingunum, þótt ekki sé i hærra veldi
feg-uröarinnar en þetta er. — Umferöin er mjög undir veörinu komin,
því aö í gööu veöri og einkum á helgidögum gengur fölkiö sér
til skemtunar; áöur lá skemtigangurinn því nær eingöngu út á
»melana« (o: Skildinganesmela), en nú eru margir aörir vegir til
skemtunar. Svo má aö oröi kveöa, aö jafnaöarlega séu tvö öfl
ráðandi i götulifinu (eöa »dómínerandi element«), en þaö eru
»götu-strákarnir« og hrossin. Þess ber aö gæta, aö hér heyrist aldrei
annaö en »strákar«, aldrei »drengir«, altaf »stelpur«, aldrei »stülkur«;
altaf »krakkar«, aldrei »börn«. Götubörnin eru oft höpum saman,
náttúrlega öllum lögum undanþegin;—þau »spila klínk«, »stikka«,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0183.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free