- Project Runeberg -  Eimreiðin / VI. Ár, 1900 /
178

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

78

einhverju sinni þegar danskt herskip lá hér, þá fengu »kadettarnir«
sér hesta (því altaf þurfa þeir að ríða) og reið þá einhver þeirra
inn á gildaskálann og inn í herbergin, — en slíkt mundi ekki við
gangast í nokkrum siðuðum bæ.

MENTALÍFIÐ. Reykjavik er Aþenuborg íslands. Eins og
eðlilegt er, þa er þar saman komin aðalmentun landsins, þvi þótt
út um alt landið úi og grúi af skólum og kennurum, þá úir og
grúir ekki síður í Reykjavik af þessu; en þar sem alt er annars á
strjálingi, þá er það hér hnept saman í einn stað, og í orðsins
bókstaflegu merkingu getur maöur ekki þverfótað á götunum fyrir
smentun«. Oröið »mentun« er annars orðið allvíðrar merkingar
nú á dögum, því að hver stulka segist vera »að mentast«, ef hún
lærir klæðasaum, hvað þá heldur eitthvað annað, sem kallab er
»fínt». Pað fólk, sem ekki hefir notið neinnar skólakenslu, er
kallað »ómentað«, enda þótt þaö sé oft og tíðum miklu betur aö
sér en hitt, sem hefur getað einhvern veginn klöngrast upp á
vizkufjallið.

Á meðal mentastofnananna er latínuskólinn náttúrlega efstur
á blaði; þar er skólatíminn minst 6 ár, og vegna þessa langa tíma
getur eitthvert snið komizt á hina ungu menn, en það finst ekki
á hinum, sem ekki njóta kenslunnar nema stuttan tíma; þannig er
barnaskólatíminn 2 ár, en þegar börnin eru orðin fullorðin, þá sést
ekki að þau hafi gengið í nokkurn skóla eða að þeim hafi verið
neitt kent. fað er annars einkennilegt við latínuskólann, að
kenslan er hálft í hverju á dönsku, af því þar eru notaðar danskar
skólabækur, nemendunum til tímaspillis og stórskaða, þar sem þeir
eiga erfitt meö að skilja bækurnar; — eigi þeir að gera stíl, þá
verða þeir að vita hvað orðið er á dönsku, sem þeir eiga að fletta
upp, og fer þannig alt í glundroða, en pilturinn dæmdur ver en
hann annars heföi átt skilið, og mörgum misskilningi getur þetta
valdið, en skólastjórnin hefur aldrei tekið tillit til þessa. Orsökin
til þessa er sú, að ef einhver kennari semur kenslubók á íslenzku,
þá notar hann hana meðan hann er sjálfur við, en þegar hann fer
frá, þá líkar hinum nýja kennara ekki bókin, hún er dæmd ónýt, og
með því engin íslenzk bók er álitin hæfileg, þá er farið í dönskuna,
þótt nóg sé til af íslenzkum bókum, sem bæði piltar og kennarar
mættu þakka fyrir, ef þeir vissu. Petta er látið við gangast ár eftir
ár og kennarinn gutlar í þessu eins og honum þóknast, án þess

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1900/0188.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free