- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
51

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

5i

Hafliði bezt sagt sjálfur, og nú skulum viö kryfja manninn,« sagði
prestur og hló.

»Pað getum vib gert, þegar við erum komnir heim að Hóli.
Pið komið hvort sem er heim, og hérna á að beygja af
veg-inum.«

»Eg verð samferða heim.« sagöi síra Páll; »ég þurfti einmitt
að finna þig heima upp á ýmsar skýrslur.« »En,« greip Hafliði
fram í, »ég kem ekki heim, ég ætla að morra áfram.«

»Pá getum við orðið samferða út fyrir túnið og riðiö heim
þeim megin,« sagði presturinn. »Viö megum ekki sleppa Hafliða
núna, það mun ekki seinna vænna, að veiða hann, en núna þegar
við erum tveir um hann einan, karlfauskinn.«

»Segðu okkur það þá, Hafliði minn,« sagði Pórður, og allir
riðu þeir áfram götuna.

»Mér er sama, þó ég segi ykkur það, fyrst Jón hefir pretta5
loforð sitt að þegja,« sagði Hafliði. »Pað var svoleiðis, að
Siguröur heitinn lofaði mér, eins og ég sagði ykkur áðan, 6 ám, eða
þeirra virði í viðbót við skuldauppgjöfina, ef ég gerði að hans vilja
með atkvæðagreiðsluna, en ég vissi, að Jón í Veitu skuldaði
honum 30 krónur í peningum, sem voru komnar í gjalddaga og hann
gåt ekki borgað; hann hafði sagt mér það sjálfur, svo ég fór til
hans og bauð honum að eftirláta honum þessar 6 ær, ef hann
vildi verða öflugur styrktarmaður félagsins og hann gekk að því.
Eg hafði nú reyndar sjálfur þörf fyrir ærnar, málnytan var ekki mikil
hjá mér á þeim dögum, fremur en núna; en mér fanst það fróun
fyrir mig, að leggja þó þannig óbeinlínis svolítinn skerf til, eins og
aðrir. Eg hugsaði sem svo, að eftirkomendurnir myndu þá fremur
fyrirgefa mér brot mitt og dæma vægar um kjarkleysið og
aum-ingjaskapinn,« sagði Hafliði og brá um leið hendinni upp að
aug-unutn, til að strjúka burt tárin, sem ætluðu að læöast ofan á
hrukk-óttu kinnarnar.

»Pú hefir sannarlega gefið meira af fátækt þinni, Hafliði minn,
en allir aðrir,« sagði Pórður klökkur. »Og ég vona, að þínir skeri
upp, þó síöar verði, fagran ávöxt af því, sem þú hefir sá5.« CJm
leið rétti hann Hafliða höndina til að kveðja hann, og reið svo í
einum spretti heim á hlað, eins og hann vildi nieö því hrista frá
sér gamlar, leiðinlegar endurminningar.

Eggert Leví.

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0057.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free