- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
114

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

114

fræði, fjölda af ritgjörðum um heimspeki og fornfræði, ritgjörðir um
Vesturheimsflutninga og Reykjavik, riddarasögur og rímur, háfleyg
heim-spekiskvæði, svo sem »Hugfró« og »Prometheus«, og meiningarlausar
þulur. Hann hefir snúið Örvar-Odds sögu í söguljóð og þýtt
Ilíons-kviðu undir fornyrðalagi. Hann hefir fyrstur manna, að kalla má, ritað
um fagurfræði á íslenzku. Og svo hefir hann ritað söguna af
Heljar-slóðarorrustu.

Kvæði Gröndals hafa hingað til verið á dreif um hin og þessi
blöð og tímarit og smákver, og var því hin mesta þörf á að fá þau
í einni bók. Nü er svo orðið og munu flestir fagna bókinni vel.

Því miður vantar hér þó ýmislegt. Stærri kvæðin úr »Gefn«,
»Hugfró« og >>Brísingamen« hafa ekki verið tekin upp í bókina, og
heldur ekki Örvar-Odds drápa, Tólfálnakvæðið né Ragnarökkur (nema
einstöku kaflar). En samt er í bók þessari nóg efni til þess, að
les-andi getur fengið skýra hugmynd um, hvernig skáldskap Gröndals er
varið, og hvað langt hann nær.

Gröndal íklæðir hugsjónir sínar skrúðmeira máli en nokkurt annað
íslenzkt skald, og fer það oft vel, en stundum illa. Hann er
ákafa-maður og hættir við öfgum Gott dæmi þess er í »Brísingameni«, þar
sem hann gerir ketti Freyju að tígrisdýrum; staðurinn er einkennilegur,
og því set ég hann hér:

Glóandi augu gegnum loftið sveima
og geysa fram sem svipur loga-branda
sveiflaðar út um ókunnuga heima,
sem ölduhryggir milli landa líða
í löngum bugðum fratn um ægis-geima,
og mjallar fyrir froðudrekar skríða,
svo mundu tígrar tveir um loftið æða
töfraðir grimdarseið með kerru fríða
og ekkert má þá hefta eða hræða.

Hér á þessum stað og víða í kvæðabókinni má nú segja, að of mikið
sé af góðu gjört. En svo má og nefna aðra staði, þar sem Gröndal
öllum mönnum betur hefir sýnt, hvað tíguleg og mikilfengleg íslenzkan
getur orðið í kveðskap. Til dæmis mætti margt taka. Ég vil benda
á suma staði í »Prórnetheus«. Byrjun þess kvæðis er næstum því
ein-stök. í sinni röð í íslenzkum skáldskap:

Upp af foldar fimbulvíðum geimi
fjallið aldna rís úr heimi
og að skýjum ægigráum nær,
sól á víxl og svölum frostum slungið,
sveipað jökli, logum innan þrungið,
en við rætur dunar djúpur sær.
Kveður loft af hræfuglanna hljóði,
hrynja fossar út um dalamót,
brimlöðrandi blæs í jötunmóði
búri dimt við hamra fót.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0126.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free