- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
163

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ió3

»Ég sting upp á því, aö hann fari sem nefnd,« sagöi Grimur.
»fví þaö er svoleiðis, að fari hann héðan frá okkur af fundinum
sem Jón Jonsson, þá kemur hann fram fyrir þá sem Jón Jonsson.
En sé hann nefnd, þá gefur það honum nefnilega meira valdið;
nefnilega, að valdið kemur frá okkur, og því vil ég, að hann
fari sem nefnd meö valdi frá okkur; sko! þaö er nefnilega,
aö þegar hann talar viö þá herrana í Winnipeg, þá hefir hann
valdiö; það er svoleiöis, og viö gefum honum valdiö nú á þessum
fundi, og því er þaö mín uppástunga, aö viö gefum honum vahl
til aö tala viö þá sem járnbrautarnefnd nú á fundinum. Ég
nefnilega sting upp á því, aö viö gefum honum valdiö nú á
fundinum.«

»Petta er ný uppástunga,« sagöi forseti. »Peir, sem eru því
samþykkir, aö Jón fari aö finna stjórnina sem nefnd meÖ valdi
frá þessum fundi, geri svo vel aö rétta upp hendurnar.«

Paö réttu flestir upp hendurnar og þar meö var tillagan
sam-þykt. Og eftir aö fundurinn haföi samþykt aöra tillögu þess efnis,
aö járnbrautarnefndin skyldi fara til Winnipeg meö fyrstu ferö og
vera launuö af almenningsfé, lýsti forseti yfir því, aö málið væri
komiö í æskilegt horf, og í þaö skiftiö væri ekki hægt aö hrinda
því betur áfram, en gert heföi veriö.

Siöan var fundinum slitiö.

Hús Jóns á Strympu stóð í litlu, hringmynduöu rjóöri á hæö
einni, nálægt hundrað faðma frá vesturströnd Winnipegvatns.
Samt haföi Jóni ekki unniö þaö þrekvirki aö höggva og hreinsa
það rjóöur. Paö geröi annar maöur, og hans nafn er nú gleymt.
Hann dvaldi þar aö eins einn vetur, og siöan eru tuttugu og tvö ár.
Hann kom þangaö beina leiö frá íslandi um haust, fullur af kjarki
og von og agentasögum og tók sér hér bólfestu. En fyrsta
vet-urinn, sem hann dvaldi hér, átti hann viö svo mikla öröugleika aö
striöa, aö hann misti allan kjark, og allar hans björtu
framtiöar-vonir hurfu sem dögg fyrir morgunsól. Lífsviöurværi var raunar
nóg þann vetur, því stjórnin sá honum og fjölskyldu hans
far-boröa, en bólan heimsókti hann, deyddi tvö börnin hans og
lam-aöi hann sjálfan, svo aö hann vildi ekki vera þar lengur, en fór
burt úr nýlendunni og burt úr ríkinu ári síðar. En til minnis

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0179.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free