- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
164

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

164

um veru sína skildi hann eftir húskofa, hlaðinn upp úr sívölum
trjábolum, eins og þeir komu úr skóginum. I þakinu var ekki
annað en furuviðarlim og mold ofan á. Og svo hafði hann hreinsað
blett umhverfis húsið, sem svara mundi tveimur dagsláttum að
stærb, upp úr gildum og þéttum skógi, og borið og dregið á
sjálfum sér — því um vinnudýr var ekki að tala —- viðinn
og limið saman í rastir. En svo fór hann um vorið, og alt
hans erfiði varð honum að engum notum. Fjögur ár stóð kofinn
í eyöi, og þá kom áðurnefndur Jón þangað, ásamt Ásdísi konu
sinni, og settist þar að. Síðan vóru nú liðin 17 ár, og þau vóru
nú bæði orðin hnigin á efri aldur. Gamli kofinn var fyrir löngu
eyðilagður. og Jón búinn að koma sér upp öðru húsi, að sönnu
bjálkahúsi eins og hinu fyrra, en vandaöra aö öllu. Bjálkarnir
vóru nú höggnir utan og geirnegldir á hornum, og í staðinn fyrir
jarðlím, sem áður var haft til að fylla með rifurnar, þá vóru þær
nú fyltar með kalki. Pað var »önnur útgáfa« af húsum
nýlendu-manna. Rjóðrið hafði ekki stækkað á þessum 17 árum, sem Jón
bjó þar. Trjástofnarnir höfðu að sönnu fúnað, og þegar þeir vóru
orðnir fúnir, þá ýmist féllu þeir um koll af sjálfu sér, eða kýr Jóns
vóru svo óvarkárar að slá þá um með hölunum, því Ásdís lét þær
ætíð ganga í túninu, eftir að gras fór að sölna á haustin. Ásdís .
var »mesta rausnar- og sómakona«, að því sem Jón sagði sjálfur
frá, og henni var það að þakka, að þau skröltu áfram. Jón var
svo önnum kafinn að tala við nágranna sína um stjórnmál eba hver
ötinur mál, sem vöru á dagskrá, að hann hafði ekki tíma til að
sinna mikið búskapnum.

»Pað er enginn vafi á því,« sagði hann, þegar hann kom
heim af fundinum, uppvreðraður yfir því að vera orðinn
járnbraut-arnefnd, »það er enginn vafi á því, að okkar stærsta
velferðar-spursmál« — — —

»Varstu nokkuð a5 tala við mig?« spurði Ásdís, sem var yíir
í hinum enda hússins. Pað lét svo hátt í kafíikvörninni, að hún
heyrði ekki, hvað hann sagði.

»Eg sagði, aö þaö væri enginn vafi á því, að okkar stærsta
velferðarspursmál« — —

»Pitt stærsta velferðarspursmál ætti að vera aö hirða um
konuna og heimilið og reyna a5 hafa eitthvab í þig og á, en
hvor-ugt hefir þú gert hingað til.«

Pað var vel á minst. Matnum gleymdi Jón ekki fyr en í

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0180.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free