- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
223

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

223

Snjó sálda’ eg mér frá nið’r á fjöllin há

og fururnar stynja þá hljótt,
og um nótt sérhvert sinn er hann svæfillinn minn
er eg sef í faöm stormsins svo rótt;
höll minni há, efst turnunum á
situr Elding, leiðtogi minn,
í fjötrum kreptar, í hvelfingum hneptar

hamast þrumur með öskurróm sinn;
og hægt og í ró yfir hauður og sjó

mér heldur minn leiðtogi æ,
því af ást mun hún hrífast til andanna’ er svífa

djúpt undir þeim dimmbláa sæ;
yfir hól, yfir klett, yfir læki svo létt,

yfir láglendi’ og vötnin blá,
hvert sem fer hún í draum, undir fjalli eða straum

felst andinn, er vill hún ná,
og í himninum hám og hans brosunum blám
ég mig baða’, er hún rignir sér þá.

Og sólrisu-andinn með eldvængi þanda

og augu sem stjarngló5in rauð
hleypur merlandi snar á mitt máttuga far

er morgunstjarnan skín dauö,
sem á háfjallaklett, sem er hrikt og skvett

er hann hristist í skjálfta lands
getur örnin kvik setið augnablik

í árljóma gullvængja hans;
er frá skínandi sjó andar sólsetrið ró

og sælu í ljóshýrum blund,
og úr upphimins djúpi í eldrauöum hjúpi

hnígur aftaninn niður á grund,
að mér vængina’ eg dreg, kyr sem dúfa sit ég
og dvel mínu’ í hreiðri um stund.

Og hið hringbúna fljóö hlaðið- hvítri glóð,

heitin Mánadís jörðunni á,
líður glæstari’ en gull yfir gólf mitt likt ull,
sem golurnar miðnætur strá;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0239.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free