- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
224

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

224

þegar fætur hún ber, sem alls enginn sér

en englarnir heyrt einir fá,
yfir tjald mitt, og ef rifa verður á vef

vilja stjörnurnar gægjast og sjá,
og ég hlæ þeim á móti’ er þær þyrlast og þjóta

sem þúsundir gullbýja’ á sveim,
stækka rifuna’ á faldi míns stormbygða tjalds

þar til stirnir á vatnanna heim,
eins og himinbrot stór steypist gegnum minti kór
og sé stráð þar af tunglinu og þeim.

Eg legg eldbelti um stólinn þars situr sólin,

um sæti mánans dreg perlubönd,
og í eldfjöllum dimmir, stjörnur sundlar og svima

er sveiflast fáni minn í hvirfilbyls hönd;
frá standbjargi í standbjarg, sem brúandi band

yfir beljandi, hvítan mar
sólgeislaþétt eins og þak er ég~sett

og þau eru súlurnar;
og mitt sigurhlið hátt, þar sem held ég þrátt

með hvirfilbyl, eld, snjó og flóð,
er við vagnstól minn standa Iofts blýbundnir andar,

er boginn með miljónaglóð,
hans litina hýru ófu himinbál skír,
niðri hló þá hin regnvætta slóð.

Dóttir vatnsins ég er og hauðursíns hér

og himinsins fósturmey,
ég smýg gegnum löndin og bylgjunnar bönd,

ég breytist, en aldrei ég dey;
því er regnið er frá og flekk má ei sjá

um hið fríða himintjald,
og hvelfingu blá byggja vindarnir þá

og blíðsólar glitrandi vald,
að gröf minni æ þeirri altómu’ eg hlæ

og úr úða-hellunum sný,
sem barn úr kvið fer ég, sem andi’ úr haug er ég
upprisin, og byggi’ alt á ný.

Sigfús Blöndal þýddi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0240.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free