- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M5:34

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

„Hafið þér spurst fyrir um
hina?"

„Það hefur enginn orðið var
við hana. Lady Goodliffe eán
hafði hugmynd um að Sir
Charl-es átti þessar byssur, og hún
hef-ur aldrei séð uema aðra þeirra í
hylkinu".

French kinkaði kolli hugsandi
í bragði.

„Hefur læknirinn náð kúlunni?"

„Já".

„Ég þarf auðvitað ekki að
spyrja — hún hefur verið úr
þessari byssu".

„Já, já. Þetta er óvenju lítil
skammbyssa".

„Já, — Það held ég. — Hvaða
upplýsingar hafið þið fengið um
þjóuustufólkið?"

„Já, það er brytinn, John
heit-ir hann og tvær stúlkur, Jenny
og Peters. Ennfremur bílstjóri
en hann býr í bænum og var
far-inn heim, þegar þetta gerðist.
Þau eru öll sammála um, að
skotið hafi heyrzt klukkan
rúm-lega hálf ellefu um kVoldið. —
Jenny og brytinn voru í
eldhús-inu, skammt frá herbergi því
sem Goodliffe skaut sig i. Þau
hlupu strax þangað, en komust
ekki inn af þvi að herbergið var
tvílæst. Peters var háttuð og
sama máli var að gegna um Lady
Goodlife. Jenny hljóp upp til
þess að láta hana vita, en mætti
henni þá í stiganum. Frúin
reyndi einnig að opna dyrnar, og
kallaði árngurslaust á mann sinn.
Svo hlupu þau öll út og kom-

ust inn í herbergið gegn um
gluggann. Líkið var eius og ég
skýrði frá áðan. Þetta fékk
auð-vitað mikið á þau, en samt ekki
meira en svo, að ekkert fát
hef-ur gripið þau- Þau hringdu til
læknis og lögreglxumar. Við
Browne læknir komum þvi nær
samtímis, en gátum ekkert gert.
Þetta er allt og sumt, sem ég
veit. En á morgun verður
yfir-heyrsla".

„Hver sá Sir Charles siðast
lifandi ?"

„Frændi hans, Sholto
Good-liffe, maður um þrítugt. Hann
býr í litlu húsi hér í
nágrenn-inu og er bókhaldari
hallarinn-ar. Hann borðaði oft hérna og
hafði einmitt gert það þetta
kvöld. Eftir kvöldverðinn sátu
þau hjónin og hann og röbbuðu
saman. Klukkan tíu fór Lady
Goodlife upp í herbergi sitt, af
þvi að hún hafði höfuðverk.
HáJf-tíma síðar heyrðist skotið. — Ég
hef auðvitað talað við Sholto.
Hann segist hafa farið nokkrum
minútum á eftir Lady Goodliffe.
Það var lygnt og hlýtt þetta
kvöld og hann fór berhöfðaður
og frakkalaus — út um franska
gluggann. Klukkan var fimmtán
mínútur yfir tíu, eða þar um bil.
Hann segist hafa litið á
klukk-una þegar hann kom heim, og
þá hafi hún verið nákvæmlega
tuttugu minútur yfir tíu".

„Hvernig lá þá á hinum
látna?"

„Hann var í slæmu skapi, en

34

H EIMTLISRITIÐ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0172.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free