- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M5:35

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ekki venju fremur. Hann var
með ólæknandi sjúkdóm, sem
spillti mjðg hugarró hans. Eln
það er dálítið sem bendir til
þess að það sem truflaði hann,
hafi fyrst gerst eftir að Sholto
var farinn".

„Þetta er eftirtektarvert.
Hvað var það?"

„Hann hafði verið að skrifa
bréf og hætt í miðri setningu.
Bréfið fjallaði um heimsókn til
London, sem hann ráðgerði að
fara í". ,

French hældi
lögregluþjónin-um fyrir vel unnið starf og
spurði um álit hans á málinu.

„Ja.... hvað skal segja"
svaraði Headley — „Ef til vill
liefur óvæntur gestur komið inn
til hans".

„Já, og hvað svo?"

„Það mætti gera ráð fyrir því
að Pettigrew hafi komið, til þess
að tala við Sir Charles. Hann
hefiu- séð í gegn um gluggann
að hann var einn. Þeir hafa tal-.

að um Lady Goodliffe og......

fyrst hefur Sir Charles orðið
ör-vinglaður yfir þvi að hafa mi&st
hana og örvinglunin getur I’ifa
vakið hjá honum þá ósk, að hann
þyrfti ekki að lifa lengur. Það
gæti hugsast, að Pettigrew hafi
verið viðstaddur, þegar hann
skaut sig.... og að hann hafi
læðst í burtu, án þess að gera
vart við sig. Það gæti auðvitað
einnig hugsast, að hann hafi
ver-ið farinn áður".

„Þér álítið þó vist ekki, að
Pettigrew hafi myrt hann?"

„Nei, það sé fjarri mér! Það
er ekki hægt að kreppa dauðs
manns hönd um byssuskefti —
og það er heldur ekki hægt að
skjóta þann, sem heldur sjálfur
á byssunni.... að minnsta kosti
ekki mótþróalaust.... og hér
bendir ekkert til þess að um
á-•tök hafi verið að ræða".

„Hafið þér ekki rannsakað
hvar Pettigrew var i gærkvöldi?"

„Ne-ei, það hef ég ekki gert.
Mér virðist það ekki hafa neina
þýðingu".

French stóð kyrr litla stund,
þungt hugsandi. Svo sagði hann
hægt:

„Já, lögregluþjónn! Þetta er
allt gott og blessað. En ég skal
segja yður, hvað ég myndi gera
í yðar sporum. Eg myndi í fyrsta
lagi leita að fingraförum.... Ég
myndi rannsaka byssuna —
leður-hylkið, lyklana og dyrahúninn —
i stuttu máli — allt sem til mála
kemur að rannsaka. Ég myndi
bera saman förin á kúlunni við
ójöfnurnar i hlaupi byssimnar.
Eg myndi upplýsa, hvort
Petti-grew hefur komið hingað. Allt
þetta verður að gerast, hvort
sem þér álitið yður geta
uppgötv-að eitthvað eða ekki".

Headley varð dálitið undrandi.
Hvers vegna átti hann að eyða
timaniun með öllmn þessum
ó-þarfa rannsóknum? Það var svo
margt annað, sem þurfti að

HEIMILISRITIÐ

35

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0173.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free