- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M5:42

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKRITLUR

Eini smámælti maðurinn, sem
liún þekkti, hringdi til hennar og
sagði:

— Þeþþelía,, þæl og bleþþ.
Hver heldurðu að þetta þé?

Dómarinn: Þér akið svo að
segja yfir lðgregluþjón, hafið
nærri þvi stýrt á gotuljósker og
rétt slopþið við að aka á vörubíl.
Hvað hafið þér að segja?

Stúlkan: Ég vona að ég rétt
sloppi við sekt.

— Þú segir mér aldrei til,
þeg-ar mér skjátlast eitthvað, Kiddi
minn!

— Nei, þú veist að ég er eng-

inn mælskumaður, góða mín.

*



• — Hver var það sem bjargaði
syni mínum frá drukknun ?

— Ég.

— Hvar er hatturinn hans?

* .

Hann: Ég skal bera þig á
höndum mér, elskan mín.

Hún: Nei þakka þér kærlega,
Þá vil ég heldur vera gift manni,
sem á bíl.

Satt að segja hef ég ekki tíma
til þess að lesa bækur, en ég
kaupi alltaf eina eða tvær mikið
umtalaðar bækur á mánuði til
þess að fylgjast með.

— Þú ættir að fá þér
glugga-tjöld. Ég sá til þín í gærkvöldi
inn um gluggann. Þú varst að
kyssa konuna, þína.

— Það hlýtur að hafa verið
missýning. Ég var ekki heima í
gærkvöldi.

Kennarinn: Við erum öll komin
af Adam og Evu.

Pétur: Kennari! Pabbi og
mamma segja að við séum komin
af öpum.

Kennarinn (byrstur): Talaðu
þegar þú átt að tala. Við getum
ekki rætt um einkamál fjölskyldu
þinnar i kennslustund.

— Það er sandur og leir í
súpunni minni hr. liðsforingi.

— Heyrið þér mér hr. 29!
Er-uð þér hérna til þess að gera
yð-ur breiðan, eða til þess að þjóna
föðurlandi yðar ?

— Ég er hér til þess að þjóna
landi mínu, hr. liðsforingi, en
ekki til þess að éta það.

1. lögregluþjónn: Gastu séð
númerið á bílnum?

2. lögregluþjónn: Nei, hann
fór of hratt.

1. lögregluþjónn: Ansi var
falleg stúlka fram í.

2. lögregluþjónn: Já, fannst
þér það ekki?

—’ Sítrónur eru víst
ófáanleg-ar núna?

— Það er heppilegt að ekki
skuli vera hægt að fá romm
leng-ur.

42

HEIMILISRITIÐ 16

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0180.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free