Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Kossinn
Kossinn kom algerlega og óvænt
upp um hug hennar til hans. —
Lesið þessa prýðilegu ástarsögu.
ALBERT leit á stúlkuna
sem iiann elskaði og það
var auðséð að hann var
óþolin-móður og dálitið æstur í skapi.
,.Þú veist hvað ég hata að sjá
stúlkur púðra sig og farða á
veitingahúsi", sagði hann.
„Ég hlyti að vera heyrnarlaus
ef ég vissi það ekki", svaraði
Eva. Það var erfitt fjoir hana
að segja þetta, þvi að hún var
einmitt að mála varir sínar með
eldrauðum varalit.
„Hvers vegna kemurðu ekki
líka með tannbursta?" sagði
AI-bert háðslega.
Hún starði á hann.
,.Á þetta að vera fyndni?"
„Nei, en það væri að minnsta
kosti þrifalegra að bursía á sér
tennurnar, heldur en að smyrja
þessum andstyggðar lit á
andlit-ið. Hann litar allt, sem kemur í
námunda við þig".
„Nei. alls ekki. Haxui er alveg
ekta, og –– og — "
„Hann hefur þó að minnsta
kosti litað
sígarettumunnstykk-ið", sagði Albert og benti á
öskubakkann, þar sem það lá ..
„Hvað sem því líður, þá langar
engan til að kyssa þig, þegar þú
ert búinn að maka þessu á þig"
„Nei, að hugsa sér", sagði Eva
móðguð. „Þú þarft sannarlega
ekki að hafa áhyggjur af því
framvegis".
Eftir VIELET METHLEY
Hann varð alúðlegur.
„Þú veist .... ég ...."
„Ég heyrði hvað þú sagðir, og
það er meira en nóg", sagði hún
byrst, tók tösku sína og hanzka
og stóð snúðugt upp.
„Ég geri ráð fyrir því, Eva
min, að hið rétta í málinu sé
það, að þessi náungi, sem þú
hefur umgengizt full mikið í
seinni tíð — Hinrik heitir hann
vist — hafi ekkert á móti því að
þú berir tommuþykkan lit á
var-irnar".
„Hann hefur þó að minnsta
kosti ekki kvartað yfir því, þó
að ég noti varalit", svaraði Eva.
HEIMILISRITIÐ
43
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>