- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:45

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÞESSI getgáta hennar var
líka alveg rétt. Það var
Brown, sem staðið hafði á hleri
við gluggann.

Hann hafði beðið eftir
tæki-færi til þess að hafa gagn af
götóttu silkisokkunum og
silfur-skónum með blóðblettina. Nú sá
hann ekki eftir þvi að hafa
beð-ið.

Upphaflega hafði Brown
ætl-að sér að tala við ekkju
Down-ings, og láta þau orð falla,
að hann gæti veitt henni
þýð-ingarmiklar upplýsingar um
sið-ustu klukkustundir manns
henn-ar. En nú hafði hann fengið
veigameiri upplýsingar. Nú var
honum kunnugt um, að frú
Downing vissi þegar um það að
Jolette hefði verið i sumarhúsinu
um kvöldið. Ef til vill hafði
frú-in sjálf verið þar lika, svo að
dauðdagi mannsins hennar hefur
ekki komið henni eins á. óvart
og dagblöðin gáfu til kynna.

Smátt og smátt komst Brown
að ráun um, að eitthvað var
ó-hreint við málið i heild. Frúin
og stúlkan áttu eitthvað
sameig-inlegt leyndarmál, og frá
Down-ing . hafði örlög stúlkunnar í
hendi sér.

Þetta breytti málinu fyrir
þeim, sem var með sokkana og
silfurskóna í sínum vörzlum.
Þegar Irma Rimaldi sjálf var
flækt inn í málið var vitneskja
hans miklu meira virði en ef
Jol-ette ein hefði átt i hlut.

Hann gæti hefnt sín vel á
Jolette fyrir það, hvað hún hefði

verið hrottaleg við hann, þegar
hann reyndi að fá hana til þess
að daðra við sig, á meðan hún
bjó á veitingahúsi konu hans.
Hann gæti hótað henni að skýra
dagblöðunum frá því sem hann
vissi. Og reyndar gæti hann
grætt eitthvað á því.

En svo var eitt enn, sem
hon-um datt skyndilega í hug. Það
var auðséð á öllu að Sir James
Belden var ástfanginn af Jolette.
Samtal þeirra Irmu og Jolette
hafði og bent í þá átt. Auðvitað
myndi hann getað kúgað peninga
út úr honum, þvi að hann myndi
sennilega ekki vilja láta neinn
blett falla á Jolette.

Brown fékk sér því ritföng
lánuð og skrifaði Belden
eftirfar-andi bréf:

„Herra minn!

Ef til vill þætti yður gaman
af að fá að vita, hvar Jolette
Jeffreys var og hvað hún var
að gera, áður en þér og Baynes
Ashley ókuð henhi heim til
As-hleys visst kvöld. Og ef þér
haf-ið engan áhuga á þvi, þá
mynd-uð þér kannske vilja hindra aðra
i því að komast að raun um,
hvers vegna blóðblettir voru á
skóm hennar. Nánari skýringar
getið þér fengið ef þér viljið
á-kveða stund og stað, þar sem
við getum hitzt. Utanáskrift:
Pósthólf 2020".

12. kapituli.

JOLETTE varð strax
ákaf-lega vinsæl á hinu nýja gisti

HEIMILISRITIÐ

45

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0251.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free