- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:46

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

húsi, en hún. var skynsamari en
svo, að hún þakkaði það fegurð
sinni og yndisþokka alveg
ein-göngu.

Auðvitað var hún fallegasta
stúlkan hvar sem hún fór. En í
Hollywood eru allar stúlkur
fall-egar. Jolette skildi, að aðalorsök
vinsælda sinna var sú, að Sir
James Belden umgekkst hana.

Hún hafði lofað að sima til
hans klukkan sjö til átta og láta
hann vita um árangur fararinnar
til. Irmu Rimaidi.

Hún fór i bað, þegar hún kom
heim og hafði fataskipti. Svo
borðaði hún, en þegar hinir
gestirnir ætluðu að byrja á
kaff-inu, stóð hún upp og gekk fram
í forstofuna, en þar var eini
síminn i húsinu.

Eftir andartak hafði hún
feng-ið samband við Jim og rödd
hans yljaði henni um
hjarta-ræturnar.

„Jæja, hvernig fór?" spurði
Jim. „Eruð þér ekki ráðnar fyrir
miiljón dollara á viku?"

„Ég er alls ekki ráðin ennþá",
sagði hún glettin. „En ég verð
reynd á morgun og ef allt fer
vel, þá fæ ég hlutverk".

„Allt fer vel", endurtók Jim
„Það á ekki við í þessu sambandi.
Þér verðið beinlínis töfrandi.
Eruð þér lukkulegar?"

„Já," sagði Jolette.
„Náttúru-lega er ég lukkuleg, og ég þakka
yður enn fyrir all-t það, sem þér
hafið gert fyrir mig".

„Það er ekki teljandi, sem
ég hef gert fyrir yður. Það er

46

að minnsta kosti ekki nema lítill
hluti þess, sem ég hef löngun til
að gera — fyrir yður", sagði
Jim. „En mér heyrist, þér ekki
vera neitt sérlega ánægðar. Var
frú Downing ekki eins alúðleg
við yður, eins og hún hefði átt
að vera?"

„Hún — o, jú, jú — hún var
ósköp vingjarnleg", svaraði
Jol-ette. „En nú er maður að koma,
sem þarf að nota simann, svo
að við verðum vist að hætta.
Verið þér sælir!"

Hún sleit sambandinu þegar
hún hafði sleppt síðasta orðinu,
og Jim fannst hann heyra
hí-æðslu í rödd hennar, þegar
hún sagði síðustu setninguna.

Hann langaði til þess að tala
nánar við hana. Hann var
boð-inn, ásamt gestum Ashleys, á
frumsýningu kvikmyndar eftir
kvöldverðinn, og hann ákvað að
koma við í gistihúsi Jolette i
leiðinni og láta hina gestina fara
á undan sér. Hann gæti tekið
leigubil á eftir til
kvikmynda-hússins.

Hann var að ganga frá
sim-anum, þegar þjónninn kom með
bréf til hans á bakka. Það var
ekkert frimerki á því, svo að
það hlaut að hafa komið með
sendiboða, og það var óhreint.

Sennilega var það betlibréf,
hugsaði hann með sjálfum sér,
og var kominn á fremsta hlunn
með að leggja það frá sér
óopn-að, en reif það þó að lokum
upp af einhverri rælni.

/’IEIMILISRITIÐ’.

/

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0252.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free