- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
55

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 55 —

Sæl þættist hún,
ef hún sjá mætti
yndi fegurst
augna sinna;
sæl þættist hún,
ef hún sjálf mætti
frægð þá fullþakka,
er hún fékk af þér.

Hver hefir dýrra
af drotni þegið
annar og unnið
erindi þér?
Veitti þér fulla
fegurð að skoða
himna höfundur,
heimi veittir þú.

Ein situr úti
yfir öldu-geimi
fósturfold
feðra þinna;
hefir né eina
augum litið
lífmynd ljúfa,
er þú leiddir fram.

Vittu samt, að þar
á vörum lifir
broshýrra barna
og blíðra meyja
heitið heimfræga,
er heyrir hver
móður marg-nefna
mögur í landi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0065.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free