- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
57

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 57 —

Og feður harðhentir
hraustra drengja
og mæður málblíðar
mundhvítra snóta
blessa þann, er bjó
börnum þeirra
fyrirmynd fegursta
frægðar að leita.

Og þó und sólu
suðurheima
eyðir þú ævi
að alföðurs vild,
ann þér um aldur
ísafoldar
sonur og dóttir,
meðan sær dunar.

TIL HERRA PÁLS GAIMARD.

í samsæti íslendinga í Kaupmannahöfn, 16. jan. 1839.

Þú stóðst á tindi Heklu hám
og horfðir yfir landið fríða,
þar sem um grænar grundir líða
skínandi ár að ægi blám;
en Loki bundinn beið í gjótum
bjargstuddum undir jökulrótum. —
Þótti þér ekki ísland þá
yfirbragðs-mikið til að sjá?

Þú reiðst um fagran fjalladal,
á fáki vökrum, götu slétta,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free