- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
86

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 86 —

Vesalings sóley! sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig;
hægur er dúr á daggar-nótt;
dreymi þig ljósið, sofðu rótt!

Smáv.inir fagrir, foldar-skart!
finn eg yður öll í haganum enn;
veitt hefir Fróni mikið og margt
miskunnar faðir; en blindir menn
meta það aldrei eins og ber,
unna því litt, sem fagurt er,
telja sér lítinn yndis-arð,
að annast blómgaðan jurtagarð.

Hulda! Hvi grípa hendur þínar ljósu
um hendur mér, og hvi svo viknar þú?
Veit eg þú elur eyrar fagra rósu,
alsett er rauðum blómum Huldu bú;
Eggert er þér um ekki neitt að kenna,
annazt hefirðu fjallareitinn þenna.

Sjáðu! enn lengra svífur fram um vollu
svásúðleg mynd úr ungum blómareit,
sterkur og frjáls og fríður enn að öllu
Eggert að skoða gengur byggða sveit;
hann fer að sjá, hve lífi nú á láði
lýðurinn uni, sá er mest hann þráði.

Brosir við honum bærinn heillagóði
í brekkukorni, hreinn og grænn og smár; —
þar hefir búið frændi hans með fljóði
í flokki ljúfra barna mörg um ár;
þar hefir sveita-sælan guðs í friði
og sóminn aukizt glöðu bæjarliði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0096.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free