- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
87

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 87 —

Þar hefir gerzt að fullum áhríns-orðum
allt, sem hinn vitri bóndavinur kvað
um dalalíf í Búnaðarbálki forðum, —
um bóndalíf, sem fegurst verður það.
Sólfagra mey! nú svífur heim að ranni
sæbúinn líkur ungum ferðamanni.

SMALI
fer atS fé og kvetSur:

Það var hann Eggert ólafsson,
ungur og frár og vizkusnjall,
stóð hann á hauðri studdur von, —
stráunum skýldi vetrarfall;
meðan að sól í heiði hló,
hjúkraði laukum, eyddi snjó,
kvað hann um fold og fagra mey
fagnaðarljóð, er gleymast ei.

Kvað hann um blóma hindar-hjal
og hreiðurbúa lætin kvik,
vorglaða hjörð í vænum dal
og vatnareyðar sporðablik;
þó kvað hann mest um bóndabæ,
er blessun eflir sí og æ,
af því að hjónin eru þar
öðrum og sér til glaðværðar.

Það var hann Eggert Ólafsson,
allir lofa þann snilldar-mann;
ísland hefir ei eignast son
öflugri stoð né betri en hann;
þegar hann sigldi sjóinn á,
söknuður vætti marga brá;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0097.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free