- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
266

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 266 —
BROT ÚR GAMANLEIK.

(Prestur:) „... hold", segir Job. Kennið þér
ekki í brjósti um gamlan manninn? Kyssið þér mig
nú einu sinni, madama Anna! — (Viil låta vel að
henni).

Anna (í því hún slítur sig af honum): — Ef þér
ekki látið mig grafkyrra ... (Afsíðis): - Ég er þá
komin i ljótu vandræðin með karlskrattann.
(Geng-ur að glugganum og horfir ut): — Hér kemur maður
riðandi, séra Bessi; nú er yður eins gott að fara
á stað.

Prestur: Hægt um það, min kæra; ég fer ekki
eitt fet, segi ég enn. (Gáir út). Það er þá déið hann
Egill skáldi! Hann vil ég ekki sjá og héðan vil ég
ekki fara. Hvern andskotann —? — Þér megið til að
fela mig, Anna.

Anna: Að fela yður? — (Lítur snögglega á
drag-kistuskúffuna stóru, sem er dregin fram). — Ja, séra
Bessi, ef þér getið komizt fyrir i skúffunni þeirri
arna á meðan, þá er yður það velkomið. —

Prestur: ó, min góða Anna, mitt bezta barn!
Er yður það alvara? — (Hann leggst fljótt niður í
skúffuna). — Svona! — Svo það var allt saman
gaman! — (í því Anna er að læsa). — En leyfið mér, að ég
offereri yður deshúsi Höllu minnar.

Anna (við sjálfa sig): — Frá er hann! Væri nú
Egill skáldi eins laglega kominn i handraðann. —

GRASAFERÐ.

„Systir góð! sérðu það, sem ég sé?" Það var eitt
kvöld um vorið, að við komum af stekknum, að ég

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0276.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free