- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
268

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 268 —

gersemi", sagði hún þá, „og bezti frændinn, sem ég
á; — það eru allt saman grös, það er ógn af
bless-uðum grösum!" Nú líkaði mér fyrst, hvernig gekk.
Systir min leiddi mig við hönd sér, lagaði á mér
hattinn og strauk hárið frá enninu á mér, en ég
hristi það jafnótt niður aftur, og horfði ýmist á
hana eða tórnar bleiku, og bað með öllu móti, að hún
þegði um grösin, og tæki mig svo einhvern tíma
ein-an með sér upp á Bröttuskeið, svo við hefðum bæði
tvö sómann af þessari uppgötvun, og grösuðum
meira en dæmi væru til. Hún lofaði mér því loksins,
og þá var ég í mínum augum sæll eins og
kóngsson-ur, og hugsaði til grasanna með hreinni og
vonar-fullri gleði. Þess háttar tilhlökkun verður valla lýst,
og engum getur auðnazt að njóta hennar fyllilega,
nema unglingum á mínu skeiði.

Þessi systir mín, sem ég kallaði, hét Hildur
Bjarnadóttir, og var einkabarn prestsins á B....
Við höfðum alizt upp saman, frá því ég var 4 vetra;
þá missti ég foreldra mína, hvort á eftir öðru. Séra
Bjarni tók mig þá í fóstur, og ól hann mig upp, eins
og ég væri hans sonur. Hann hafði átt móðursystur
mína, en missti hana, þegar ég var barn. Frá þeim
tíma bjó hann allt af með bústýru, og bar ekki á
öðru, en það færi nógu vel. Hann var líka
ríkismað-ur, og fluttust honum föngin víða að, svo enginn gat
vitað, nema kunnugir, |5Ó eitthvað þryti á
heima-búinu. Ráðskonan var allt af heldur ill við mig, og
kallaði ég hana digru Guddu, þegar ég var reiður, en
Hildi, prestsdótturina, kallaði ég aldrei annað en
systur mína, og prestinn fóstra minn, eða þá
stund-um séra Bjarna, þegar ég átti tal við ókunnuga. Hann
var aldrei harður við mig, og ekki man ég til hann
ofbyði mér nokkurn tíma, hvað sem ég átti að nema
eða vinna, en heldur var hann strangur i útliti, og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0278.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free