- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
271

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

þegar við stóðum við og horfðum yfir dalinn og
sveitina; og hún sagði það satt, því að ég sá, hvernig
hýran skein á andlitinu á henni. En ég var mest að
hugsa um grösin, og svaraði heldur óþolinmóðlega:
„Ég held það hafi verið fallegt, sem þú sagðir, en
illa er mér við sólskinið, ef það kemur hingað í dag;
mér þætti miklu betra, að við fengjum duglega
skúr". „Vertu óhræddur", sagði hún, „grösin þín á
Bröttuskeið verða varla svo smá, að við sjáum þau
ekki nema í vætu; láttu mig nú leiða þig
stundar-korn, litli frændi minn góður!" Ég þekktist það að
sönnu, og tók þegjandi í höndina á henni, en illa
féll mér samt, að hún skyldi kalla mig „litla frænda".
Hún var farin að taka upp á því stundum, eftir að
hún óx svo mikið yfir mig; enda var hún orðin
full-tíða kvenmaður, og fermd fyrir meira en ári, en ég
var barn, að kalla, og ekki stór á mínum aldri. Þetta
vissi ég allt saman dável, og sárnaði mér því heldur,
að hún skyldi sona ósjálfrátt vera að minna mig á
það. Við gengum nú áfram þangað til við komum
undir skeiðina; ég var þá orðinn dauðþreyttur, og
settumst við niður á grænni tó og horfðum aftur
of-an yfir dalinn. Nú var hann enn þá fegri að s.iá en
áður, þegar við stóðum lægra í fjallinu; allar
ójöfn-ur voru horfnar á láglendinu, og ekkert var að s.já
nema litaskiftin. Áin kom nú öll í ljós, og leið hún
fram í bugðum og kvíslum, eins og heiðbláir þræðir.
ofnir í fegursta glitvefnað. í þetta sinn gaf ég samt
lítinn gaum að fegurð náttúrunnar; mér gåt ekki
liðið úr minni „litli frændinn", það lá hræðilega illa
á mér, og loksins sagði ég upp úr miðiu kafi: „Ég
er ofurlítill, Hildur mín góð! aldrei held ég að ég
verði að manni". Systir mín hló hátt og horfði til
mín svo kátbroslega, að ég vissi varla, hvaðan á
mig stóð veðrið. Það var eins og ég heyrði óminn í

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0281.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free