- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
279

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 279 —

heima í lireiðri bítSa;
mata eg þau af mótSurtryggð,
maSkinn tini þrátt um byggö
eöa flugu fríða".

Lóan heim úr lofti flaug,
(ljómaði sól um himinbaug,
blómi grær á grundu)
til aS annast unga smá. —
— Alla étiö hafSi þá
hrafn fyrir hálfri stundu!

„Það er nú svo", sagði systir mín; „sástu til
ló-unnar, sem þú gerðir þetta um?" ,,Það trúi ég ekki",
svaraði ég henni, „en sona mun það hafa farið samt,
annars hefði mér varla dottið það í hug". „Þú talar
svo undarlega, frændi!" sagði Hildur; „en nú er
peysan búin; við skulum fara og tína í hana, alt
hvað við getum". Þetta starf var skjótt af hendi
leyst; við fylltum peysuna með grös, bundum hana
við annan pokann, og að svo búnu settumst við
nið-ur aftur. Þá var komið sólskin niður um dalinn, en
uppi hjá okkur bar skugga á; hægur blær á sunnan
rann um fjallið og flutti með sér líf og yl. Við
sát-um þegjandi og skemmtum okkur við að sjá
skugg-ana, sem liðu í ýmsum myndum yfir engjar og haga,
eftir ]>ví sem skýin losnuðu og bárust á burt um
himininn.

„Vildirðu ekki vera svo léttur", sagði systir
mín, „að þú gætir sezt á einhvern fallegasta
skugg-ann þarna niður frá, og liðið svo yfir landið, sveit
úr sveit, og séð það, sem fyrir ber?" „Ekki væri það
óskemmtilegt", svaraði ég; ,,en ef skýin þarna uppi
eyddust, þegar ég væri kominn norður á Sléttu, þá
færi, held ég, skugginn líka, og svo hefði ég ekkert
að sigla á aftur heim til þín". Systir mín leit við
mér einhvern veginn skrýtilega, að mér þótti, eins
og hún væri að virða mig fyrir sér, og sagði heldur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0289.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free