- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
302

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 302 —

eldra hennar, og beiddu að lofa sér að eigast, og
þaðan heim í kóngsríki og fengu góðar viðtökur,.
eins og þið getið nærri.

FÍFILL OG HUNANGSFLUGA.

Einu sinni var hunangsfluga og bjó i
veggjar-holu, og fífill og bjó í hlaðbrekku.
Hunangsflug-an vissi, hvað lífið var; hún hafði einhvern tíma
verið ung og fríð og unað við blóm og grænan völl
og aldrei dreymt á nóttunni, nema um sumar og
sólskin; en nú var hún orðin sett og reynd kona,
eða, réttara sagt, ekkja og einstæðingur, og átti
mörg börn fyrir að sjá; nú var hún vakin og
sof-in að draga til búsins og safna vaxi og hunangi.
Fífillinn var nýsprottinn út; hann hafði dreymt
morgunroðann, og vaknað, þegar sólin kom upp,
en aldrei séð kvöld og forsælu; hann leit ekki i
kring um sig, en horfði brosandi i sólina, og sólin
kyssti hann þúsund sinnum, eins og móðir kyssir
ný-vaknað barn; og hann roðnaði af gleði í
sólaryln-um og hlakkaði til að lifa og verða stór. Þá kom
flugan út í holudyrnar og skoðaði til veðurs.
„Ósköp eru á mér", sagði flugan; „hvað ætli ég
hugsi, að vera ekki komin út; völlurinn glóir allur
í blómum, sem lokizt hafa upp í blíðviðrinu; ef ég
væri yngri og minna farin að þreytast, þá gæti mér
orðið björg að slíkum degi; rækarls mæðin og
fóta-dofinn! — en blessuð börnin spyrja ek.ki að þvi!"
Nú þandi flugan út vængina og snaraðist fram
yfir hlaðið — brumm birr bumm — og svo var hún
komin í hlaðbrekkuna, saug blómin i óða-kappi, og
safnaði vaxinu i bolla, sem hún hefir innanvert á

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0312.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free