- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
303

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 303 —

fótunum, þangað til hún var orðin svo afturþung,
að henni þótti vanséð hún kæmist heim, og hugsaði
sér að hvíla sig. Hún hafði öngvar sveiflur á því,
nema settist á fífilinn unga; lét fæturna hanga út
af röndinni á fífilshöfðinu, baðaði vængjunum og
suðaði. Það má nærri geta, hvernig aumingja
fífl-inum hafi orðið við, þegar skyggði fyrir sólina, og
hlassið settist á hann, svo blöðin svignuðu fyrir
undir þessum ofurþyngslum. Þegar mæðin rann af
flugunni, þefaði hún úr kollinum á fíflinum, og
sagði svo hátt, að hann heyrði: „Hvaða blessaður
ilmur! ekki get ég setið á mér að sjúga þig,
karl-kind! svo litlu er mér óhætt að bæta á mig".
„Gerðu það ekki, fluga mín góð!" sagði fífillinn og
skalf og titraði af hræðslu, „sjúgðu mig ekki,
bless-uð min! ég er svo ungur og langar til að lifa og
veroa stór". „Ekki get ég gert að því", sagði
flug-an; ,,ég er að draga til búsins og verð að sjá um
mig og börnin mín; ég sýg blómin, af því jeg þarf
þess með, en kvel þau ekki eða drep að gamni
mínu; við segjum, hunangsflugurnar, að þið séuð
sköpuð handa okkur, og förum þó betur með
ykkur, en mennirnir fara með dýrin og hverjir með
aðra". ,,Ég er svo einfaldur og ungur", sagði
fíf-iliinn, ,,og get ekki borið neitt á móti því, sem þú
segir, en mig langar ógn til að lifa; ég hefi aldrei
séð kvöld né forsælu". ,,Þú talar eins og barn",
sagði flugan, ,,og veizt ekki hvað það er, sem þú
hlakkar mest til; en ég er harðbrjósta að bæla þig
niður — brumm birr bumm — og svo lagði hún á
stað með byrði sína, og fífillinn horfði aftur í
sól-ina, og hún kyssti hann þúsund sinnum, eins og
móðir kyssir nývaknað barn. Skömmu seinna kom
flugan aftur fliúgandi ocr suðandi að sækja meira
til búsins; fífillinn kallaði þá til hennar og sagði:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0313.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free