- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
372

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 372 —

lögur kveikir bögur", gamalt islenzkt lag, sjá Isl. þjóðlög, bls.
542. — Jónas hefir í báðum ehr. skipt hverju er. i 8 Ijóðlinur og
er þvi haldið hér; eins mætti þó skipta bvi i 9; en réttast :nyndi
að skipta því i 6, eftir hljóðstöfunum. -— I Ljóðabók J. Þ. eru
hafðar 4 1. i hverju er., eftir endarimi, og þannig er einnig skipt
i kvæðinu „Meðan lúinn blundar múgur" i leikritinu
„Útilegu-mennirnir". — Nafninu „Vorvísa" er haldið hér, sbr. aths. við
kvæðin „Dalvisa" og „Sláttuvísa" á bls. 365-67. — Annað örlitið
kvæði hér á eftir (á bls. 223) heitir „Vorvísur".

Jónas hefir gjört nokkrar breytingar i ehr. í frumr. hefir
hann fyrst skrifað „græðir" í 5. 1., en „leysir" fyrir ofan (með
blýanti), og það orð er í ehr. í Bmf. 13, fol. — í 2. er., 7. 1., er
„blóm" í frumr., f. „lauf".*) í 4. er., 1. 1., er „Fegnir" í frumr.,
en í uppskriftinni hefir Jónas fyrst skrifað „Fríðir", en strikað
það út og skrifað „Prúðir" fyrir ofan. í 5. er., 5. 1., „eður" í
frumr. I 9. er., 4. 1., „farið" í frumr., en „vikið" í uppskr. — í
1.—3. útg. er ranglega prentað „á" f. „hjá" í 7. er., 8. 1., og
„sætt" f. „sælt" í 8. er., 5. 1.

Bls. 1A6. — LÍKUR SÍNUM. — Jónas hefir fyrst haft þetta
kvæði aðeins 1 er., 1. er., og eru til 2 ehr. af því; annað, r.em
mun eldra, á miða í K. G. 31 a (st. 13,5 X H cm.); þar hefir
hann fyrst skrifað „hló" í 3. 1., strikað yfir það og skrifað
„kvað" fyrir ofan; og í 5. 1. stendur þar „fara", en ekki
„stökkva"; — hitt ehr. er afskrift af þessu eldra (sem hann bá
hefir strikað yfir), og er hún i kvæðaheftinu, sem er í Bmf. 13,
fol., skrifuð næst á eftir „Ferðalok" (sjá aths. um það kvæ’ði á
bls. 322). I þeirri uppskrift hefir hann gert nýjar
breytingar, strikað undir „bið" í 3. 1. og sett „saup" fyrir ofan, skrifað
„stökkva" fyrir ofan „fara" i 5. 1. og gert nýja 6. 1., þá sem hér
er; í eldra ehr. er hún svona: „afa minna æviskeið". Standa
þessar breytingar í sambandi hver við aðra. — En svo hefir
hann gert 2. er., strikað yfir uppskriftina af 1. er. og gert nýja
uppskrift af báðum er. i þetta sama kvæðahefti i Bmf. 13, foi.,
næst á eftir þýðingunni af „Arngerðarljóðum", sem mun vera
frá því um vorið 1845. I 5. 1. i 1. er. hefir hann enn skrifað fyrst
„fara", en strikað yfir það aftur og sett „stökkva" fyrir ofan.
— Fyrra er. er varla yngra en frá haustinu 1844 og hið síðara
ekki eldra en frá vorinu 1845.

Það er vist ekki af hendingu einni, að Jónas hefir kveðið
þessar vísur undir sama lagi og „Kross á negldur meðal manna",

*) Efstu linurnar 6 á bls. 144 hafa ruglazt Í prentinu hér;
1. og- 5. hafa skiptzt á, og sömuleiöis 4. og 6.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0382.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free